Skip to main content Skip to footer

Nýjungar í Business Central 2025 Wave I

Tímamótaútgáfa af Business Central

Í vikunni tilkynnti Microsoft nýjungar í Business Central 2025 Wave 1. Við tókum saman nokkrar breytingar sem okkur þykja hagnýtar og gagnlegar. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi.

Þetta er tímamótaútgáfa hjá Microsoft þar sem núna er allsherjar tiltekt. Úreltum hlutum og töflum er eytt út og má búast við að slíkar útgáfur verði á 5 ára fresti. Þetta er gert til að auka hraða og minnka óþörf gögn. 

Í kjölfarið megum við eiga von á hraðari vinnslu í kerfinu, færri læsingum og auknum möguleikum á samtímabókunum.

Sumri virkni sem lýst er í þessari útgáfuáætlun hefur ekki verið gefin út ennþá. Afhendingartímalínur geta breyst og ekki er víst að áætluð virkni verði gefin út (sjá Microsoft policy). Frekar upplýsingar: What’s new and planned

 

Copilot og Agents (Vitringar)

Copilot hjálpar þér við að stofna viðskiptamenn, lánardrottna, vörur og fleira. Copilot fyllir sjálfkrafa í reiti fyrst eftir því þeim gildum sem eru oftast notuð í kerfinu t.d. hámark skuldar á viðskiptamenn. Copilot getur einnig farið út fyrir BC og leitað að netinu að öðrum upplýsingum um viðskiptamann sem verið er að stofna.

Skemmtileg nýjung sem á eftir án vafa að spara mörgum tíma.

Þar sem við erum búin að nefna Copilot þá höldum við áfram að fjalla um þetta snilldar tól. Ert þú ekki alveg örugglega búin/n að virkja Copilot spjallfídusinn í BC?

Þú getur nú spjallað við Copilot til að fá upplýsingar og kennslu um viðbætur frá 3. aðila.

Copilot getur núna tekið samantekt fyrir þig þ.e.a.s tekið allar helstu upplýsingar um viðskiptamann t.d. heildar sölutölur, meðal sölutölur, magn og fleira. Samantektin miðar við hlutverk og heimildir notanda þannig viðskiptastjóri sér til dæmis ekki það sama og lagerstjóri. Fljótleg leið til að sjá stöður og áhugaverð gögn.

 

 

Því miður er íslenska ekki að fullu studd í Copilot en sagan segir að íslenska verði eitt af aðaltungumálunum hjá Copilot á allra næsta leiti.

 

Villumeðhöndlun:

Það kemur fyrir af og til að við fáum upp villur í kerfinu, en margt hefur breyst til batnaðar þar í nýjustu útgáfum. Nú ætlar Copilot að hjálpa til enn frekar við að tækla villurnar, koma með tillögur að stillingum sem þarf að breyta sem og útskýra ástæður fyrir villunum. Þetta mun ekki bara vera fyrir staðlaða virkni, heldur mun Copilot byggja á skjölun þeirra sem framleiða öppin og nota hana til að hjálpa notandanum.

Sales order Agent (Sölu vitringur) - væntanlegt í Evrópu

Sölupantanir eru eitt af því fyrsta sem Copilot Agent byrjar að aðstoða með. Það mun aðstoða við að útbúa sölureikninga og flýta fyrir vinnu sölumanna. Notandinn getur hreinlega spjallað við agentinn í hefðbundnu spjalli, eða áframsent tölvupósta á hann til að vinna úr. Bandarískir notendur hafa verið að prófa þetta núna undanfarið og er planað að ný lönd bætist við í hópinn fljótlega.

 

Payables Agent (Kostnaðar vitringur) - væntanlegt í Evrópu

Það er ekki nóg að hjálpa okkur að koma út reikningum, heldur vill Copilot líka hjálpa okkur að vinna úr þeim sem koma inn. Kostnaðar agent eða vitringurinn getur tekið á móti pdf skjölum í netfangi eða Sharepoint möppu og komið þeim áfram í rafræn skjöl í BC. Þetta á minna við hjá okkur, þar sem við erum nú þegar með kerfi sem geta lesið inn reikninga, unnið úr þeim og bókunarstýrt. Hinsvegar er þetta ákveðin stefna sem sýnir hvert Microsoft er að fara og það sé áhersla á að létta okkur störfin.

 

Framleiðslukerfi:

Framleiðslukerfið fær fullt af athygli í þessari útgáfu og má segja að sé stjarna útgáfunnar. Nánast allar skýrslur fá yfirhalningu og við fáum líka nokkrar nýjar bæði í Excel og Power BI.

Auðveldara er að vinna með uppskriftir og kostnaður réttari en áður. Á næstunni getum við sett inn aukakostnað í uppskriftirnar t.d. hreinsiefnakostnaður sem er ekki beint hráefni en er hliðar kostnaður við að búa til vöruna.

Við getum valið vörur sem er hægt að nota umfram það magn sem er til í birgðum. Hér má hugsa um skrúfur, bolta og ýmsar smávörur sem eru kannski ekki alltaf með nákvæma birgðastöðu (á fullkomnum lager í fullkomnum heimi væri þetta ekki þarfur eiginleiki en hey það er yfirleitt ekki raunin)

Nú verður hægt að enduropna framleiðslupantanir og jafnvel endurbóka tímasetningar á þeim. Við getum hætt við framleiðslupöntun og skilar það þá hráefnunum aftur inn í birgðir.

Nú verður hægt að loka á að vörur séu framleiddar.

Einnig er hægt að prenta strikamerki beint úr BC

Við getum sett viðhengi á framleiðslupantanir sem er frábært upp á rekjanleika, datasheet og fleiri gögn sem þurfa að fylgja framleiðsluvörum.

Einnig getum við borið saman BOM (framleiðslupöntun enska: bill of material) eftir mismunandi tímabilum.

Framleiðsluvörur er hægt að bóka beint í birgðir eða í vöruhús

 

Sjálfbærni:

Þeir sem eru byrjaðir að skoða sjálfbærni hlutann í Business Central fá núna smá aðstoð frá Copilot, en stór hluti af vinnunni er að áætla mengunartölur til skráningar í tengslum við fjárhagsfærslur. Copilot getur komið með uppástungur, byggðar á áður skráðum gögnum sem og sambærilegum tölum annarstaðar frá. Þetta er gert svo fyrirtæki geti nýtt sér sjálfbærni skráningu á markvissari hátt og brugðist hraðar við.

Scope 3 óbein útlosun frá öðrum tengdum aðilum bætist við, mikilvægur þáttur til að nýta sjálfbærniskráningar að fullu. Scope 1 bein útlosun og 2 óbein útlosun komu með fyrri útgáfum.

 

Birgðir:

Búið er að leysa ákveðna flöskuhálsa sem snúa að birgðabókhaldi, þá sérstaklega þegar kemur að virðisbókunum. Komnir eru fleiri möguleikar í keyrslunni og prófunar tól sem aðstoðar við að finna úr villum og greina breytinguna sem verður í fjárhag. Hægt er að bóka í lotum (batches) og sjá greiningu á keyrslunum, bæði varðandi hraða og villur.

 

Skýrslur:

Við getum núna vistað Excel sniðmátin okkar í Business Central.

Nú má finna fullt af nýjum flottum skýrslum bæði í Excel og Power BI og aðrar eldri skýrslur hafa fengið yfirhalningu.

Microsoft segir að það verði hægt að stilla og búa til Word skýrslur en við höfum heyrt þetta loforð áður.

 

Notandaviðmót:

Nú getur þú stækkað og minnkað reiti, dálka, glugga og factbox án þess að fara í sérstilla. Þú hefur meiri yfirráð yfir skjáborðinu en áður án þess að fara í stillingar. Þetta er eitthvað sem margir hafa saknað.

PDF er hægt að skoða inni í BC og halast ekki lengur niður sem sér skrá. Þetta er stórkostleg breyting til batnaðar.

Nú er hægt að bæta við fleiri reitum í analysis mode (greiningar ham) og þannig búa til sínar eigin lifandi skýrslur.

Portrait vs landscape í hvoru liðinu ertu? Nú er BC fyrir alla ekki bara þá sem elska landscape.

Negatífar tölur, hver er rétta leiðin til að birta tölur í mínus? Hefuru alltaf viljað hafa þessar tölur í hornklofum? Nú er það möguleiki.

Við fáum fleiri töflur í edit in excel (veiiii) ef þú hefur ekki prófað edit in excel eða view in excel þá mælum við með að skoða.

Nú verður hægt að velja hvaðan við sækjum vsk númer hægt að velja um viðskiptamann, selt til viðskiptamann eða af skjali sem er verið að vinna með.

Hægt er að takmarka hvaða tungumál er hægt að vera með stillt á í Business Central. Í alþjóðlegum fyrirtækjum getur þetta verið hentugt upp á tækniaðstoð.

Við fáum nýjar heimildasamstæður inn í BC t.d. tengdar Copilot, Vitringum og betri aðgreiningu á hlutverkum.

 

Tæknipunktar fyrir ofur notendur

Performance: Nýjustu útgáfan af Business Central býður upp á verulegar bætingar á afköstum kerfisins. Með nýjum verkfærum og stillingum er hægt að greina og bæta afköst kerfisins, sem tryggir hraðari og skilvirkari vinnslu. Búið er að taka mikið til í kóða og auka möguleika á samtímaskráningum í töflur. Einnig er búið að bæta við möguleika á að sleppa að reikna flow fields, en það flýtir töluvert fyrir vinnslu.

Afritun: Kerfið styður nú sneggri afritunaraðferðir, sem þýðir að það er fljótlegra að afrita fyrirtæki og umhverfi. Þetta hjálpar þegar þarf að prófa hluti í sandboxum eða stofna ný fyrirtæki byggð á template.

Telemetry: Telemetry í Business Central gerir notendum kleift að fylgjast með og greina virkni kerfisins. Með því að senda gögn til Azure Application Insights er hægt að greina frammistöðu og finna villur. Nú eru enn fleiri parametrar sendir í telemetry og því hægt að fylgjast með fleiru.

VS Code tól í BC: Visual Studio Code er nú enn betur samþætt við Business Central, sem auðveldar þróun og viðhald á viðbótum. Með AL Language extension er hægt að skrifa og prófa kóða beint í VS Code.

BI User Control Host: Business Central býður upp á stjórnborð til að stýra betur hvað BC notendur geta séð frá PowerBI og hvernig þeir sjá gögnin.

Mock vefþjónustur: Nýja útgáfan styður nú mock vefþjónustur, sem er mikilvægt til að prófa vefþjónustutengingar án þess að þurfa að tengjast raunverulegum þjónustum.

Encryption Key Admin: Admin notendur geta nú búið til eigin dulkóðunarlykil til að tryggja öryggi gagna. Þetta eykur vernd gagna og tryggir að aðeins viðurkenndir notendur hafi aðgang.

Extensions stýring í Admin Center: Stórbætingar á aðgengi að viðbótum í Admin Center. Notendur geta nú séð allar viðbætur, þar á meðal PTE viðbætur, á sama stað og uppfært eða eytt þeim.

M365 tenging: Business Central er nú betur tengt við Microsoft 365, sem auðveldar samvinnu og samþættingu við önnur Microsoft verkfæri.

Internal Admin aðgangur: Innri stjórnendur hafa nú betri aðgang að kerfinu og geta stjórnað umhverfi og notendum beint úr Admin Center.

Entra app stýringar í Admin Center: Entra app stýringar eru nú aðgengilegar í Admin Center, sem auðveldar stjórnun á forritum og viðbótum.

Hægt að læsa viðhengjum: Nýja útgáfan gerir notendum kleift að læsa viðhengjum til að tryggja öryggi og vernd gagna.

Power Platform stýring á Admin Menu: Notendur geta nú stjórnað Power Platform umhverfi beint úr Admin Menu, sem auðveldar stjórnun og samþættingu.

Uppfæra sandbox í preview útgáfur: Notendur geta nú uppfært sandbox umhverfi í preview útgáfur til að prófa viðbætur og sérbreytingar.

App compatibility í Admin Center: Notendur geta nú séð hvaða útgáfur virka með öppunum þeirra beint úr Admin Center.

 

Við hvetjum alla til að skoða breytingarnar og prófa. Við erum viss um að þarna séu eiginleikar og tól sem skipta máli í vinnu frá degi til dags. Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar aðstoð við að byrja.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.