Skip to main content Skip to footer

Nýjungar í Business Central 2024 Wave II

Microsoft kynnti nýjustu uppfærslurnar í Business Central 2024 Wave II í þessari viku og við hjá Wise héldum stuttan veffund fyrir okkar SaaS viðskiptavini til að kynna helstu breytingarnar. Hér er samantekt á nokkrum af þeim breytingum sem við teljum bæði hagnýtar og gagnlegar fyrir þig og þitt fyrirtæki. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi.

*Sumri virkni sem lýst er í þessari útgáfuáætlun hefur ekki verið gefin út ennþá. Afhendingartímalínur geta breyst og ekki er víst að áætluð virkni verði gefin út (sjá Microsoft policy). Frekar upplýsingar: What’s new and planned

Copilot

Það er ljóst að Microsoft hefur fjárfest mikið í gervigreind og er Business Central engin undantekning. Copilot er gervigreindartól frá Microsoft sem eingöngu er boðið upp á í skýjaumhverfinu, það vinnur svipað og ChatGPT og er hugsað sem þinn gervigreindar aðstoðarmaður (e. AI powered assistant).

Eins og er er Copilot einungis í boði á ensku en það er tímaspursmál hvenær það verður einnig aðgengilegt á Íslensku.

Fyrirtæki ættu að líta fyrst til skýjalausna (wise.is)

“Fyrir mér er Copilot snjall vinur sem ég get spurt út í allskonar og er rosalega duglegur að tækla fyrir mig verkefni sem ég væri annars mun lengur að vinna sjálf (og nenni eiginlega ekki að gera hvort sem er). Þannig nýtist Copiot í að draga úr síendurteknum aðgerðum sem skilar sér margfalt til baka.”

Búðu til númeraraðir með Copilot

Eitt af þeim verkefnum sem þarf að sinna í Business Central er að setja upp númeraraðir, til dæmis þegar nýtt fjárhagsár gengur í garð.

Í þessari útgáfu af Business Central verður hægt að biðja Copilot um að koma með hugmyndir að nýjum númeraröðum eða uppfæra þær sem þegar eru til staðar.

Í aðgerðaborðanum verður reitur til að stofna númeraraðir með Copilot þar sem notandinn útskýrir hvað það er sem hann ætlar að stofna. Til dæmis “Create number series for purchase module” eins og á myndinni hér fyrir neðan.

Við að smella á Generate kemur Copilot með uppástungu sem hægt er að yfirfara, lagfæra ef það þarf og staðfesta svo breytingarnar.

Leyfðu Copilot að taka saman upplýsingar úr kerfinu

Hvort sem þú ert að skoða upplýsingar um viðskiptavin, stóra pöntun eða að greina aðrar færslur í kerfinu gæti sú vinna oft á tíðum tekið dágóðan tíma. Microsoft Copilot getur nú tekið saman slíkar upplýsingar og skilað frá sér stuttri lýsingu á því sem beðið er um. Þessi virkni getur sparað notendum mikinn tíma.

Hraðari afstemmingar bankareikninga með Copilot

Þessi lausn var komin í eldri útgáfu en er núna orðin hraðari og skilvirkari en áður. Viðbætur sem verða aðgengilegar í október 2024 og enn sem komið er virka best á ensku eru:

  • Tillögur að færslujöfnun með gervigreind

  • Tillögur að bókhaldslyklum með gervigreind

  • Innbyggð kynningargögn (demo data)

Staðlað samningakerfi

Microsoft hefur endurskrifað samningakerfið sitt og má í raun segja það sé komið nýtt samningakerfi. Það hjálpar til með endurtekna reikninga, áætlanagerð samninga og áskriftir. Búið er að breyta viðmótinu og tengja betur inn í aðra virkni BC. Samningakerfið virkar á móti þjónustukerfinu.

  • Samningar fyrir vörur og þjónustu​

  • Endurteknir reikningar með reiknireglu​

  • Notkunarbyggð rukkun​

  • Sjálfvirk rukkun​

  • Tímastilltar uppfærslur á samningum​

  • Tekjuáætlun miðað við samninga​

  • Nýjar skýrslur – BC og PowerBI

Nýjar skýrslur

Microsoft er að koma fram með rúmlega 70 nýjar staðlaðar BI skýrslur en einnig verður hægt að bæta við Power BI scorecards (KPI) inn í BC. Hægt er að gera ráð fyrir því að með þessu sé verið að færa skýrslur úr BC í átt að Power BI. Einnig eru fleir tungumál að bætast við og BI skýrslur geta lesið úr ReadOnlyReplica sem minnkar álag á gagnagrunninn og kemur í veg fyrir að kerfið hægi á sér þegar verið er að lesa gögn.

Notendur þurfa að vera með PowerBi leyfi til að sjá skýrslurnar inni í BC.

Fjármál: 14 skýrslur

  • Sölur: 12 skýrslur

  • Innkaup: 13 skýrslur

  • Birgðir: 7 skýrslur

  • Framleiðsla: 11 skýrslur

  • Verkefni: 6 skýrslur

Sjálfbærni

Microsoft kynnti í síðustu útgáfu fyrstu útgáfuna af sjálfbærnitólinu sem er innbyggt í Business Central kerfið.

Í þessari útgáfu kynnir Microsoft nýjungar á því tóli, svo sem nýtt hlutverk, uppsetningu innanhússgjalda á hverja einingu af CO2 losun og möguleikann á skráningu vegna kaupa á kolefniseiningum. Þá verður hægt að sjá CO2 markmið og graf sem sýnir myndrænt hver staðan er.


 

 

Shopify

Microsoft veðjaði á Shopify sem helsta vefverslunarkerfið og ekki nema von, enda notendavænasta kerfið í uppsetningu. Tengilinn á milli er í sífeldri þróun og kemur beint úr kassanum með BC kerfinu.
Í þessari útgáfu eru nokkrar viðbætur og er stærsta breytingin að nú er hægt að samstilla (sync-a) alla BC sölureikninga við Shopify. Þetta býður upp á þann möguleika að viðskiptavinir geti séð alla sína kaupsögu í Shopify, ekki bara það sem var keypt á vefnum.


Aðrar breytingar:

  • Betri stýring á flutningskostnaði inn í BC

  • Hægt að samþætta (synca) í báðar áttir

  • Betri stýring og utanumhald um greiðslur (margar greiðslur í sömu pöntun)

  • Notandi getur stillt staðsetningu fyrir skil

 

Tilkynningar með PowerAutomate ef verkröð stoppar

Á næstu vikum/mánuðum verður hægt að fá tilkynningar í Outlook, Teams eða tengda miðla ef verkröð stoppar eða er ekki í gangi. Þetta hjálpar notendum að bregðast fljótt við ef verkröð stoppar svo ekki þurfi að eyða miklum tíma í að laga aftur í tímann.

Mörg VSK númer á sama viðskiptamann.

Í þessari útgáfu verður hægt að vera með mörg vsk númer á hvern viðskiptamanni, t.d ef viðskiptamaður er með fleiri en eitt útibú í meira en einu landi. Þetta mun án efa vera mörgum til gagns.



Bætt notandaupplifun.

Í þessari útgáfu verður hægt að sjá flýtilykla á öllum aðgerðum í aðgerðaborðanum með því að smella á Alt hnappinn á lyklaborðinu. Við það koma upp litlir gluggar ofan á hverja aðgerð með stöfum af lyklaborðinu. Í stað þess að færa músina yfir aðgerðina til að smella á hana verður hægt að nýta lyklaborðið til að virkja einstaka aðgerðir. Þetta er virkni sem er þekkt úr öðrum Microsoft umhverfum t.d word, excel ofl)

 

Búið að bæta við nýrri leit “modern search”

Það er hægt að skipta á milli modern og legacy (nútímaleg og eldri) leitar en munurinn er sá að eldri leitin er töluvert nákvæmari og leitar að nákvæmlega því sem þú skrifar í sömu röð og þú skrifar það en hún gerir einnig greinarmun á hástöfum og lágstöfum.
Nýja nútímaleitin finnur hluti þó að leitarorðin séu ekki í sömu röð og heitið og gerir ekki greinarmun á hástöfum og lágstöfum. Það má segja að nútímaleitin sé snjallari leit.


Dæmi: Þú ert með vöru sem heitir BERLIN-stóll, gulur. Ef skrifað er gulur stóll og leitað:

  • Finnur eldri leitin ekkert vegna þess að það er ekki nákvæm samsvörun.

  • Finnur nýja nútímaleitin auðveldlega þessa vöru.


Verk (e. Jobs) verður Verkefni (e. Projects)

Microsoft hefur breytt nafninu á verkum í verkefni. Það má deila um hvort er betra eða réttara en þeir sem eru vanir að nota Verk í kerfinu þurfa mögulega smá aðlögunartíma til að venjast nýju Verkefni.

Fyrir breytingu:


Ef þú hins vegar skrifar stóll, gulur þá finnur eldri leitin þessa vöru.

 

Nokkrir hagnýtir punktar

  • Notendur geta nú stækkað og minnkað dálka án þess að fara í sérstilla.

  • Með því að tvísmella stækkar dálkurinn eins og þörf er á líkt og í Excel.

  • Hægt að draga inn margar skrár í einu (drag and drop).

  • Auðveldara að sjá viðhengi.

 

Skýrsluútlit

Nú er auðeldara að búa til sínar eigin skýrslur fyrir Business Central með Microsoft Word þar er hægt að velja hvar og hvaða reitir/upplýsingar koma fram, staðsetingu logo ofl.


Þessi útgáfa er einungis aðgengileg notendum í Microsoft skýinu

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að kanna möguleika þess færa sig yfir í Microsoft skýið að hafa samband með því að smella hér.

Athugið að þó að Microsoft hafi tilkynnt að öll ofangreind virkni verði gefin út og aðgengileg notendum gæti afhending breyst og áskilur Microsoft sér rétt til að seinka eða hætta við útgáfu ef nauðsynlegt reynist.  

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.