Skip to main content Skip to footer

Morgunverðarfundur um stafræna vegferð sveitarfélaganna

Um 60 manns sóttu morgunverðarfund Wise sem haldinn var 17. maí sl. á Grand hótel 

Á fundinum var farið yfir framtíðarlausnir í stafrænni þróun sveitarfélaganna en íslensk sveitarfélög glíma við margskonar áskoranir og á þeim hvílir ábyrgð að tryggja íbúum sínum þjónustu á aðgengilegan og skilvirkan hátt. Frá 1. janúar 2025 er öllum opinberum aðilum skylt að bjóða upp á stafrænar birtingar á Ísland.is og hefur Wise unnið að lausn sem uppfyllir þarfir sveitarfélaga og ríkisstofnana þegar kemur að skeytamiðlun í stafrænt pósthólf og varðveislu sendra gagna í samræmi við lög þar um.  

Fundarstjóri var Hjördís Dalberg, viðskiptastjóri hjá Wise en sérstakur gestur var Kolbrún Eir Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Stafrænu Íslandi. Kolbrún fjallaði um Stafrænt pósthólf, virkni þess, hlutverk og mikilvægi auk þess að fara yfir hvernig innleiðing Stafræns pósthólfs gengur og hvað þarf að gera til að koma á tengingu við pósthólfið.  

Davíð Fannar, Chief Architect hjá Wise, fór yfir Skeytamiðlun sem er nýjung í vöruframboði Wise og sér um að miðla skeytum á borð við rafræna reikninga og pantanir, ásamt Wise Capture sem umbreytir skjölum á myndaformi yfir í læsilegt skjal fyrir rafræna skeytamiðlun. Wise hefur einnig þróað lausnina Stafræn miðja stofnana sem mun einfalda öll samskipti og tengja sveitarfélög og ríkisstofnanir við Stafrænt pósthólf á island.is, Skeytamiðlun og Strauminn, þar sem öryggi gagna og rekstur er tryggður af Wise.   

Sigrún Gunnarsdóttir, vörustjóri hjá Wise, fór yfir skýjavegferð sveitarfélaganna, nýjungar í Business Central og gervigreindartólið Copilot. Að lokum kynnti Gunnar Örn Haraldsson, Tech lead 365 hjá Wise, stafrænar lausnir úr Dynamics 365 svítunni, Sharepoint Premium og Power Platform sem nýtast sveitarfélögunum. 

Við þökkum fundargestum kærlega fyrir komuna!  

Fyrir þá sem ekki sáu sér fært að mæta á morgunverðarfundinn verður fljótlega boðið upp á veffund sem mun fjalla um stafrænt pósthólf og skeytamiðlun.  


Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.