Skip to main content Skip to footer

Microsoft veitir Wise viðurkenningu fyrir nýstárlegar og einstakar viðskiptalausnir fyrir Business Central

Wise var eitt af 30 fyrirtækjum á Íslandi og í Danmörku sem fengu tilnefningu til Microsoft Partner Awards 2024 sem haldin var í Danmörku á dögunum. Wise hafnaði í einu af þremur efstu sætunum í flokki Business Applications SMB & Business Central. Samstarfsaðilar sem hljóta þessa viðurkenningu þykja hafa skarað fram úr í stafrænum lausnum fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Lausnirnar þurfa að hafa mætt þörfum viðskiptavina og haft verulegan viðskiptaávinning fyrir þá. Sérlausnir Wise fyrir Business Central í skýinu eru yfir 40 talsins og allar aðgengilegar í AppSource, markaðstorgi Microsoft. Lausnirnar eru sniðnar að þörfum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana, til að hagræða í rekstri, t.d. við fjármál, sölu, innkaup eða verkbókhald. Auk þess styðja lausnirnar við stafræna vegferð fyrirtækja og stofnana með stafvæðingu ferla og aukinni sjálfvirkni.   

Skýjaumhverfið býður upp á hagkvæmara og fyrirsjáanlegra rekstrarumhverfi ásamt því að opna á nýtingu gervigreindar ( e. Copilot) og annarra tóla sem einungis standa til boða í skýinu. Það felast ótal tækifæri í skýinu og ljóst að þau fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná og halda samkeppnisforskoti munu koma til með að nýta sér skýjalausnir á einhvern máta

segir Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðumaður skýjavegferðar viðskiptavina Wise sem tók á móti viðurkenningunni ásamt Ragnari Má Magnússyni, framkvæmdarstjóra ráðgjafasviðs Wise.  

Wise er í fararbroddi í þróun og innleiðingu á skýjalausnum sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Þessi tilnefning hvetur okkur til að halda áfram á þessari vegferð segir Ragnar Már.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.