Microsoft tilnefnir Wise fyrir nýstárlegar og einstakar viðskiptalausnir fyrir Business Central.
Wise hefur hlotið tilnefningu til Microsoft Partner Award 2024 í flokki Business Applications SMB & Business Central. Samstarfsaðilar Microsoft sem hljóta þessa tilnefningu hafa skarað fram úr í að bjóða upp á nýstárlegar og einstakar viðskiptalausnir fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Lausnirnar eiga það sameiginlegt að hafa mætt þörfum viðskiptavina og hjálpað þeim að öðlast verulegan viðskiptaávinning með fjárfestingu í Business Central.
Verðlaunin verða afhent í Danmörku 23. maí næstkomandi.