Wise Fabric er næsta skref í að umbreyta því hvernig fyrirtæki vinna með gögn og viðskiptagreind (BI), auk þess að gegna lykilhlutverki í að undirbúa gagnagrunna fyrirtækja fyrir hagnýtingu gervigreindar (AI). En hvað gerir Fabric einstakt og af hverju ættu fyrirtæki að íhuga að innleiða það?
Við ræddum við Bjarka Má Gunnarsson, BI Architect hjá Vöruþróunarsviði Wise, um hvernig þessi nýja lausn getur breytt því hvernig fyrirtæki safna, vinna úr og nýta gögn til að styðja við hraðari og gagnadrifnar ákvarðanir.
Hvernig Microsoft Fabric eykur skilvirkni í gagnavinnslu
„Fabric sameinar allt ferlið í gagnavinnslu á einum stað,“ útskýrir Bjarki Már. „Það tengir gögn úr mismunandi kerfum, ekki bara Business Central, sjálfvirknivæðir úrvinnslu þeirra og skilar innsýn í nær-rauntíma. Fyrirtæki þurfa ekki lengur að vinna með dreifð gögn eða handvirka skýrslugerð. Fabric sér um það og tryggir að allar upplýsingar séu samræmdar og aðgengilegar.“
Þetta þýðir að rekstrarstjórar, fjármálastjórar og söludeildir geta fylgst með lykiltölum á einum stað, án þess að þurfa að kafa í ólík gagnakerfi eða eyða tíma í að samræma gögn handvirkt.
Tenging við Business Central og Power BI
Fabric er sérstaklega hannað til að vinna með Microsoft-umhverfið og tengist beint við Business Central og Power BI. „Þetta er mikill kostur fyrir fyrirtæki sem eru þegar í Microsoft-heiminum,“ segir Bjarki Már. „Gögnin renna beint inn í Fabric, eru hreinsuð og unnin þar, áður en þau birtast í Power BI með uppfærðum og öruggum skýrslum.“
Þetta gerir það mögulegt að halda lykiltölum í rekstrinum réttum og uppfærðum í rauntíma, þegar gögn og ferlar eru rétt stilltir, sem dregur verulega úr þörf fyrir handvirka íhlutun notenda.
Copilot og Wise Fabric
Fabric er ekki bara gagnavinnslukerfi, það er einnig með samþætta gervigreind sem auðveldar notendum að vinna með gögn. Með Copilot leyfinu í Fabric geta notendur spurt kerfið um lykiltölur á einfaldan hátt og fengið skýr og greinandi svör, byggð á gögnunum sem liggja til grundvallar.
„Þetta gerir skýrslugerð aðgengilegri fyrir alla. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í gagnagreiningu til að fá innsýn, þú getur til dæmis spurt Copilot: “Hverjar eru vinsælustu vörurnar okkar?” eða “Hvernig hefur sala þróast síðustu þrjá mánuði?” og fengið skjót svör ásamt myndrænum greiningum í Power BI, svo lengi sem gagnagrunnurinn er vel uppbyggður.“
Öryggi og gagnastýring
Fabric keyrir beint á tenant fyrirtækisins, sem þýðir að gögnin eru ekki geymd hjá þriðja aðila heldur innan fyrirtækisins sjálfs. Þetta gefur fyrirtækjum góða stjórn á öryggi gagna, aðgangsstýringum og því hvernig gögn eru unnin.
Öryggi er lykilatriði í Fabric,“ segir Bjarki Már. „Fyrirtæki geta treyst því að Fabric bjóði upp á öflug öryggisverkfæri, sem tryggja að gögnin séu varin, að aðeins réttir aðilar hafi aðgang og að breytingar séu rekjanlegar með viðeigandi uppsetningu. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem vinna með viðkvæmar upplýsingar.“
Wise Fabric eykur hraða og nákvæmni í ákvarðanatöku
„Fabric eykur hraða og nákvæmni í ákvarðanatöku,“ segir Bjarki Már. „Stjórnendur þurfa ekki að bíða lengi eftir skýrslum eða eyða jafn miklum tíma í að vinna með gögn handvirkt – þau geta nálgast uppfærð gögn í nær-rauntíma, þegar kerfið er rétt stillt, sem gerir þeim kleift að bregðast hraðar við breytingum í rekstri.“
Fyrirtæki í smásölu og fjármálageiranum eru þegar farin að nýta sér Fabric til að fylgjast með lykiltölum, greina þróun í rekstri og spara tíma með sjálfvirkum ferlum.
Einföld uppsetning fyrir Microsoft-umhverfi
Fyrirtæki sem nota Business Central eða önnur Microsoft-kerfi geta fljótt tengt Fabric inn í sín ferli. „Besta leiðin er að bóka kynningu og sjá hvernig það virkar í raunverulegu umhverfi fyrirtækisins,“ segir Bjarki Már.
Fabric er framtíð gagnavinnslu – einföld, örugg og kraftmikil lausn fyrir fyrirtæki sem vilja nýta gögn sín betur.
Viltu sjá hvernig Fabric getur hjálpað þínu fyrirtæki?
Hafðu samband og bókaðu kynningu í dag!
Tengjumst
Við skoðum þetta saman