Skip to main content Skip to footer

Gagnlegar og hagnýtar nýjungar í nýjustu útgáfu Business Central

Í síðustu viku tilkynnti Microsoft nýjungar í Business Central 2024 wave 1. Við hjá Wise tókum saman nokkrar breytingar sem okkur þykja hagnýtar og gagnlegar.

*Ekki hefur verið gefin út öll virknin sem lýst er í þessari útgáfuáætlun. Afhendingartímalínur geta breyst og ekki er víst að áætluð virkni verði gefin út (sjá Microsoft policy). Frekari upplýsingar: What’s new and planned.


Frumgjaldmiðill sýnilegur í fjárhagsfærslum

Upplýsingum um frumgjaldmiðil og upphæð frumgjaldmiðils hefur nú verið bætt við fjárhagsfærslur.


Endurmat á fjárhagsreikningsfærslur 

Með nýrri uppsetningu fjárhagsreikninga, þar sem frumgjaldmiðill er sýnilegur, er nú hægt að keyra endurmat á fjárhagsfærslur sem eru í erlendum gjaldmiðli.

  • Þarf að virkja þennan eiginleika í Eiginleikastjórnun. Eiginleikinn heitir “Uppfærsla á eiginleika: Virkja notkun á endurmati á gjaldmiðli fjárhags”.

Á fjárhagsreikningsspjaldi er nú kominn flipinn “Endurmat” þar sem hægt er að setja upp hvaða upprunagjaldmiðla má bóka á fjárhagsreikninginn, hvort endurmeta eigi frumgjaldmiðil fyrir þennan fjárhagsreikning og hvort endurmat skuli birt í innleystum eða óinnleystum hagnaði og tapi reikningsins.

Endurmatið er keyrt frá bókhaldslyklinum undir Heim - Fjárhagur endurmat gjaldmiðils.


Valin er bókarkeyrsla sem færslurnar fyrir endurmatið fara í til bókunar og hægt er að keyra endurmatið niður á ákveðinn fjárhagsreikning og gjaldmiðilskóða.

Þegar endurmat hefur verið keyrt flytjast viðeigandi færslur í færslubók.

Fjárhagslykill fyrir áætlaðan gengishagnað/tap er skilgreindur á gjaldmiðlinum eins og áður.

Hér er hægt að lesa meira um þessa virkni og hér má sjá kynningarmyndband frá Microsoft.


Deildu upplýsingum um villu úr kerfinu til að fá aðstoð frá öðrum notendum

Þegar notendur lenda í villum í kerfinu er nú hægt að deila þeim beint inn á Teams eða Outlook. Hér fyrir neðan eru þrjú sýnidæmi hvernig þetta kemur fram í kerfinu:

Einnig hefur aðgerð á villuskilaboðum verið bætt við sem fer með notandann beint á þá síðu/reit sem veldur villunni.


Kóti sölumanns á sendist-til aðsetur

Nú er hægt að setja kóta sölumanns á sendist-til aðsetur viðskiptamanns.


Nýjungar í Shopify tengli

Í nýjustu útgáfu Business Central hefur enn fleiri möguleikum verið bætt við Shopify tengilinn, þar á meðal möguleikum á að tengja Shopify B2B við Business Central. Með því að tengja Shopify B2B og Business Central er hægt að bæta sýnileika á verðlagningu, gefa betri sýn á viðskiptavini og pöntunarsögu þeirra ásamt pöntunarstöðu, reikningsfærslur og greiðslur.

Hér má lesa um nýjungar og breytingar sem koma inn í Business Central 20, wave 1. Einnig má hér nálgast myndband þar sem farið er yfir það helsta sem þessi viðbót býður upp á.


Frestunarkóti í sölu- og innkaupabókum

Nú er hægt að dreifa færslum yfir tímabil með kóta frestunar í sölu- og innkaupabókum. Þessi virkni hefur verið til staðar í fjárhagsfærslubók áður en hefur nú einnig verið bætt við í sölu- og innkaupabækur.

Til að læra meira, smelltu hér.

Copilot

Það er ljóst að Microsoft hefur fjárfest mikið í gervigreind og er Business Central engin undantekning. Copilot er gervigreindartól frá Microsoft sem eingöngu er boðið upp á í skýjaumhverfinu, það vinnur svipað og ChatGPT og er hugsað sem þinn gervigreindar aðstoðarmaður (e. AI powered assistant).

“Fyrir mér er Copilot snjall vinur sem ég get spurt út í allskonar og er rosalega duglegur að tækla fyrir mig verkefni sem ég væri annars mun lengur að vinna sjálf (og nenni eiginlega ekki að gera hvort sem er). Þannig nýtist Copiot í að draga úr síendurteknum aðgerðum sem skilar sér margfalt til baka.”

- Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðumaður skýjavegferðar viðskiptavina Wise

 

Lestu meira um Copilot hér.

Eins og staðan er í dag þá er Copilot einungis í boði á ensku en það er tímaspursmál hvenær það verður einnig aðgengilegt á Íslensku.


Talaðu við Copilot inni í Business Central

Við hefjum þessa Copilot yfirferð á mjög skemmtilegri viðbót við kerfið sem er Copilot Chat, en í Copilot Chat inni í Business Central er hægt að spjalla við kerfið og biðja það um ýmsar upplýsingar og aðstoð.

Dæmi í myndbandinu er að spyrja kerfið:

  • Hvaða tilboð voru send á Róbert tengilið hjá viðskiptavininum Alpine fyrir þremur vikum.

    • Hér er hægt að opna umbeðið tilboð og vinna í skjalinu

  • Eigum við einhverja skrifstofustóla á lager sem kosta minna en 600$

  • Get ég sent til viðskiptavinar beint frá okkar lánardrottni (e. vendor)?

    • Hvernig er það ferli?


Fáðu aðstoð hjá Copilot við ákveðna reiti

Í nýrri útgáfu verður hægt að fá aðstoð frá Copilot við valda reiti inni í kerfinu.

Stofnaðu vörur með Copilot

Það getur oft verið tímafrekt að búa til og hafa umsjón með vöruupplýsingum (e. product information), hvort sem það er vegna stofnunnar nýrra vara, breytinga á núverandi vörum eða þegar stofna þarf nýjar vörulínur. Til að einfalda þessa stofnun verður hægt í nýrri útgáfu að biðja Copilot um að koma með uppástungur til að gera stofnun birgða einfaldari.

Til að byrja með mun Copilot komið með uppástungur fyrir þessi gögn:

  • Eigindi (e. Variants)

  • Mælieiningar (e. Units of Measure)

  • Staðgengla (e. Substitutions)

  • Víddir (e. Dimensions)

Við eigum svo von á að sjá Copilot á fleiri stöðum í kerfinu í komandi útgáfum. Spennandi að fylgjast með því!


Fáðu innsýn inn í gögnin þín með aðstoð Copilot

Í nýrri útgáfu verður hægt að nýta Copilot inní greiningarham kerfisins, sem aðgengilegur er á öllum listum kerfisins, svo sem vörulista eða viðskiptamannalista.

Í dæminu hér fyrir neðan sjáum við hvernig Copilot getur búið til greiningu út frá leitarorðum notandans. Hér er beðið um að hópa vörur saman út frá tegund og mælieiningu.

Seinna á þessu ári verður svo hægt að uppfæra og útskýra innan greiningarhamsins hvaða breytingar notandinn vill gera.

Ef þú vilt læra meira um Copilot í nýrri útgáfu er tæmandi listi aðgengilegur hér.


Breytingar í verkbókhaldi

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stöðluðu verkbókhaldi í kerfinu. Hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar verkbókhalds.


Verk (e. Jobs) verður Verkefni (e. Projects)

Microsoft hefur breytt nafninu á verkum í verkefni. Það má deila um hvort er betra eða réttara en þeir sem eru vanir að nota Verk í kerfinu þurfa mögulega smá aðlögunartíma til að venjast nýju Verkefni.

Fyrir breytingu:

Eftir breytingu:

Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á nafn töflunnar, einungis yfirskriftina (e. Caption) á töflunni:

Sjá nánar hér.


Reikningsfæra mörg verkefni á einn sölureikning

Nú er hægt að sækja áætlunarlínur margra verkefna viðskiptamanns á sölureikning með einni aðgerð

Sjá nánar: Invoice a customer for multiple projects | Microsoft Learn


Stofna verkefni sem hægt er að reikningsfæra á marga viðskiptamenn

Þegar verkefni taka til margra viðskiptamanna er hægt að setja mismunandi viðskiptavini og reikningsfærist á viðskiptavini á verkhluta verkefnis. Þannig er hægt að stýra því að ákveðnir verkhlutar reikningsfærist á mismunandi viðskiptavini.

Virkja má möguleikann á að hafa innheimtuaðferð verkefnis fyrir marga viðskiptavini á verkefnaspjaldi

 

Einnig má hafa uppsteninguna á innheimtuaðferð verks fyrir marga viðskiptavini ríkjandi með uppsetningu með því að setja upp sjálfgefna innheimtuaðferð verks sem Margir viðskiptavinir:

 

Nú á hver verkhlulti verkefnis sér spjald og getum við sett eftirfarandi upp fyrir hvern verkhluta :

  • Selt til, reikningsfærist á & sendist til viðskiptavinar

  • Númer utanaðkomandi skjals

  • Greiðslumáta og greiðsluskilmála

  • Staðsetningarkóða og hólfkóða

  • Tilvísun notanda

Sjá nánar; Create projects you can invoice to multiple customers | Microsoft Learn


Safnvistun verkefna

Hægt er að setja verkefni í skjalasafn (e. archive) og er uppsetning þess stillt undir uppsetningu verkefna. Sjálfgefið gildi er Aldrei.

 

Ef búið er að setja verkefni í skjalasafnið þá er hægt að sækja það aftur (e. restore) en við mælum með að gera það með góðu eftirliti til að vera viss um að allir dálkar skili sér rétt, sérstaklega ef búið er að breyta einhverjum uppsetningum eða stillingum í millitíðinni.

Sá nánar: Archive projects | Microsoft Learn


Samsetningar á verkefnum

Í nýjustu útgáfu Business central er hægt að nota samsetningar í verkefnum. Þegar valin er í áætlunarlínur verkefnis vara með samsetningarregluna Samsetning í pöntun stofnar Business central samsetningarpöntun sem byggð er á áætlunarlínum verkefnisins og línur hennar eru byggðar á samsetningaruppskrift vörunnar.

 

Sjá nánar: Assemble to project | Microsoft Learn


Sjálfgefinn staðsetningarkóði og hólfkóði á verkefni

Nú er búið að bæta staðsetningarkóða og hólfkóða á verkefnaspjald svo hægt er að skilgreina sjálfgefna kóða fyrir verkefni:

Sjá nánar: Define default location for project or project phase | Microsoft Learn


Notendur með Premium leyfi geta skráð sig inn í Essentials umhverfi

Nú hafa notendur með Premium leyfi aðgang að umhverfum sem nota Essentials leyfi. Premium notandi getur hinsvegar ekki notað neitt af premium virkninni þegar hann skráir sig inn á slíkt umhverfi. Sama á þó ekki við um notendur með Essentials leyfi, þeir geta ekki skráð sig inn í fyrirtæki sem notar Premium leyfi.

Nýjungar í vinnuskýrslum

Hér er hægt að sjá nýjungar í timesheet: Be more productive when entering time sheets | Microsoft Learn og Be more productive when approving time sheets | Microsoft Learn

Hér má skoða myndband þar sem farið er yfir helstu breytingar og nýjungar í verkbókhaldi.


Þessi útgáfa er einungis aðgengileg notendum í Microsoft skýinu

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að kanna möguleika þess færa sig yfir í Microsoft skýið að hafa samband með því að smella hér.

Athugið að þó að Microsoft hafi tilkynnt að öll ofangreind virkni verði gefin út og aðgengileg notendum gæti afhending breyst og áskilur Microsoft sér rétt til að seinka eða hætta við útgáfu ef nauðsynlegt reynist.  

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.