Skip to main content Skip to footer

Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð

WiseFish verðlaunað í flokki stórfyrirtækja með yfir fimmtíu starfsmenn, fyrir skilvirkni í veiðum og fiskeldi. 

Verðlaunin voru veitt í áttunda sinn en verndarar þeirrar eru sjávarútvegsráðuneytið og Kópavogsbær. Verðlaunin settu lokapunktinn á viðburðaríkan fyrsta dag Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, en hún stendur yfir dagana 8.-10. júní.

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent í fyrsta skipti árið 1999 og er tilgangur þeirra að heiðra afburðafólk í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi og beina kastljósinu að hugmyndaríkustu og frumlegustu vörum ásamt því að veita framúrskarandi vörum og þjónustu viðurkenningu.

Verðlaunin í ár eru styrkt af Vónin, Bureau Veritas og Morgunblaðinu. Verðlaunahafar voru valdir af nefnd sérfræðinga undir formennsku Guðjóns Einarssonar, fyrrum ritstjóra Fiskifrétta, og Jason Holland, ritstjóra World Fishing & Aquaculture Magazine.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Gerðasafni, Kópavogi og njóta stuðnings bæði Fiskifrétta og World Fishing and Aquaculture magazine.

Hér fyrir neðan má sjá heildarlista yfir verðlaunahafa 8. verðlauna Íslensku sjávarútvegssýningarinnar:

Sýningarverðlaun:

Besta nýjung kynnt á sýningunni

Hampiðjan – ljósleiðarakapall.

Besta sýningarrými að 50m²

Kæling og Micro

Besta sýningarrými yfir 50m²

Danski þjóðarskálinn

Íslensku verðlaunin:

Framúrskarandi skipstjóri

Gísli V. Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7

Framúrskarandi árangur í sjávarútvegi:

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar

Birgjar - vinnsluverðlaun

Framúrskarandi evrópskt fyrirtæki í vinnslu

Bakkafrost

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

WiseFish

Skilvirkni í veiðum og fiskeldi, fyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

Olen

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn

Sæplast

Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með undir 50 starfsmönnum

ALVAR

Nýsköpunarverðlaun fyrir hliðarafurð

Marine Collagen

Besti alhliða birgirinn

Vónin

Grein frá Fiskifréttum 9. júní 2022. 
Greinina má lesa í heild sinni hér: https://fiskifrettir.vb.is/framurskarandi-fyrirtaeki-verdlaunud/

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.