Skip to main content Skip to footer

Framtíð vinnunnar er hér: Microsoft 365 Copilot

Innleiðing Microsoft 365 Copilot – Nýtt tímabil í stafrænu samstarfi

Stafræn umbreyting heldur áfram að þróast með tilkomu gervigreindarlausna sem breyta því hvernig við vinnum, lærum og sköpum. Ein af mest spennandi nýjungunum á þessu sviði er Microsoft 365 Copilot – Snjall aðstoðarmaður sem vinnur með þér í forritum eins og Word, Excel, Outlook og Teams.

Hvað er Microsoft 365 Copilot?

Copilot er ekki bara spjallmenni – það er samþætt inn í þau verkfæri sem starfsfólk notar dags daglega og getur m.a. aðstoðað með:

  • Samantekt á tölvupóstum og fundargerðum
  • Búið til drög að skjölum og kynningum
  • Greint gögn í Excel og dregið fram innsýn
  • Aðstoðað við skipulag og samskipti í Teams

Þetta sparar tíma, eykur afköst og dregur úr álagi, en til að nýta möguleikana þarf að undirbúa innleiðingu vel.

Nánar um Microsoft Copilot

Mismunandi Copilot lausnir og leyfi

Copilot er ekki bara ein lausn heldur býður Microsoft upp á nokkrar tegundir sem henta mismunandi kerfum og notkun:

  • Microsoft 365 Copilot – fyrir dagleg skrifstofustörf
  • GitHub Copilot – fyrir forritara og þróunarteymi
  • Power Platform Copilot – fyrir sjálfvirknivinnslu og Power Apps
  • Dynamics 365 Copilot – fyrir CRM og ERP kerfi, t.d. Business Central, Sales og fleira
  • Copilot Standard (Free) – Frí útgáfa af Copilot, kemur í Windows, Edge og fleiri forritum
  • Copilot Pro – Til persónulegra nota með einstaklings eða fjölskyldu áskriftum, en tengist ekki fyrirtækjagögnum.
  • O.fl.

Hver lausn krefst sérstaks leyfis, og eru sum leyfi aðeins í boði fyrir fyrirtæki með ákveðna skýjalausn eða notendafjölda. Því er mikilvægt að greina þarfir og tækifæri áður en valið er hvaða leyfi hentar best.

Copilot Free vs. Copilot Pro – Hver er munurinn?

Microsoft býður upp á Copilot fyrir almenna notendur til persónulegra nota í tveimur útgáfum: Free og Pro. Þó nöfnin séu lík, þá eru möguleikarnir og aðgengi mjög mismunandi: 

  • Copilot Free
  • Aðgengilegt í gegnum copilot.microsoft.com
  • Hentar fyrir einfaldar fyrirspurnir, textagerð og hugmyndavinnu
  • Ekki samþætt við Microsoft 365 forrit (Word, Excel o.s.frv.)
  • Enginn aðgangur að viðbótum eða sérsniðnum eiginleikum
  • Copilot Pro

Greitt mánaðarlegt leyfi fyrir einstaklinga

Veitir aðgang að Copilot innan Microsoft 365 forrita (ef notandi er með Microsoft 365 Personal eða Family áskrift)

Aðgangur að viðbótum og samþættingu við t.d. OneNote, Outlook og PowerPoint

Hentar vel fyrir faglega notkun og dýpri vinnslu

Athugið: Copilot Pro er ekki það sama og Microsoft 365 Copilot fyrir fyrirtæki, sem er sérleyfi og býður upp á enn dýpri samþættingu, t.d. við SharePoint, Teams og Microsoft Graph.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við sérhæfum okkur í að aðstoða fyrirtæki við:

  • Greiningu á þörfum og tækifærum
  • Innleiðingu og uppsetningu Copilot lausna
  • Kennslu og fræðslu fyrir starfsfólk

Við bjóðum upp á ráðgjöf, vinnustofur og veffundi þar sem við sýnum hvernig Copilot getur umbreytt vinnudeginum og aukið virði stafrænnar umbreytingar.

Bókaðu tíma í ráðgjöf

Er fyrirtækið þitt tilbúið?

Copilot er gervigreindartól frá Microsoft sem eingöngu er boðið upp á í skýjaumhverfinu, lesa nánar í blogginu okkar hér. Innleiðing Copilot er ekki bara tæknilegt skref – það er menningarlegt skref inn í framtíð vinnunnar. Með réttri stefnu og fræðslu getur fyrirtækið þitt nýtt sér kraftinn í gervigreind til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styrkja samkeppnishæfni.

Notkunardæmi með Microsoft 365 Copilot

Dæmi 1: Greining og samantekt gagna í Excel

Verkefni: Fjármálastjóri þarf að greina rekstrargögn síðustu 12 mánaða og búa til skýrslu fyrir stjórnarfund.

Án Copilot:

  • Handvirk uppsetning á töflum og gröfum
  • Tími fer í að finna mynstur og reikna hlutföll
  • Skýrslugerð í Word tekur nokkrar klukkustundir

Með Copilot:

Fjármálastjóri spyr: „Hver var þróun kostnaðar í markaðsdeild síðustu 6 mánuði?"

  • Copilot greinir gögnin í Excel og býr til línurit
  • Aðstoðar við að skrifa samantekt í Word með innsýn og tillögum
  • Skýrslan tilbúin á innan við klukkutíma

Dæmi 2: Undirbúningur fundar og samskipti í Teams

Verkefni: Verkefnastjóri heldur vikulegan teymisfund og þarf að undirbúa dagskrá og samantekt.

Án Copilot:

  • Les yfir tölvupósta og fundargerðir til að finna umræðuefni
  • Skrifar dagskrá og sendir í tölvupósti
  • Tekur minnispunkta á fundi og skrifar samantekt eftir á

Með Copilot:

  • Copilot dregur saman helstu umræðuefni úr tölvupóstum og fyrri fundargerðum
  • Býr til dagskrá í Word og deilir í Teams
  • Tekur sjálfvirka samantekt á fundinum og sendir í eftirfylgni
  • Sparar tíma og tryggir betri yfirsýn

🤖 Komdu á fræðandi veffund um Microsoft 365 Copilot!

Wise stendur fyrir veffundi um Microsoft 365 Copilot miðvikudaginn 10. september. Þú færð að sjá raunveruleg dæmi úr Word, Excel, Outlook og Teams – og hvernig fyrirtæki geta byrjað að nýta Copilot strax í dag 🚀

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.