Skip to main content Skip to footer

Einn stærsti túnfiskframleiðandi heims velur WiseFish

Taívanski sjávarútvegsrisinn og einn stærsti túnfiskframleiðandi heims, FCF Co.Ltd. (Fong Chun Formosa) samdi á dögunum um kaup á WiseFish hugbúnaðinum og Microsoft Business Central frá Wise. Salan er eins sú stærsta í sögu Wise, en fyrirtækið hefur þróað WiseFish hugbúnaðinn í yfir 20 ár. FCF er hefur yfir 50 ára reynslu í túnfiskframleiðslu, á yfir 30 félög sem sinna útgerð, vinnslu og sölu fyrir fyrirtækið. FCF er í allra fremstu röð þegar kemur að sjálfbærni í veiðum og vinnslu og leggur gríðarlega áherslu á gæði og rekjanleika sjávarafurða sinna.  

 

Túnfiskframleiðandi FCF Co.Ltd. (Fong Chun Formosa) velur WiseFish.

„WiseFish er bylting fyrir okkur þegar kemur að innleiðingu á nýrri tækni í verksmiðjum okkar á Papúa Nýju-Gíneu. Kerfið veitir okkur rauntímayfirlit yfir starfsemina frá upphafi til enda, allt frá rekjanleika hráefnis til upplýsinga um reksturinn almennt.“ Segir Tony Costa, forstjóri Bumble Bee Seafoods sem átti stóran þátt í vali á WiseFish fyrir FCF. FCF er móðurfélag Bumble Bee sem á og rekur vinnslustöðvar og dreifingarmiðstöðvar um allan heim og saman mynda þau eina stærstu sjávarútvegs samsteypu á heimsvísu. „Innleiðing á háþróuðu kerfi eins og WiseFish á afskekktum stað eins og Papúa Nýju-Gíneu á sama tíma og heimurinn er að ganga í gegnum heimsfaraldur er ekki auðvelt verkefni. Við settum saman alþjóðlegt teymi frá Taívan, Bandaríkjunum, Papúa Nýju-Gíneu og Íslandi í þessu innleiðingarferli. Þrátt fyrir gríðarlegar áskoranir heimsfaraldursins varðandi að framkvæma alla greiningu og verkefnastjórn í fjarvinnu hefur teymið unnið framúrskarandi starf og innleiðingin gengið eftir áætlun.“ bætir Costa við. 

 

„Lykillinn er að gera þetta í nánu samstarfi.“

„Það er mikill heiður fyrir Wise að vera valin sem samstarfsaðili FCF í þessu risastóra verkefni og lítum við á það sem mikla viðurkenningu á okkar vörum og getu að fyrirtæki eins og FCF og Bumble Bee velji WiseFish sem grunnkerfi í þeirra framleiðslu.“ segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise. „Þetta samstarf mun án efa styrkja Wise og stimpla WiseFish enn sterkar inn sem leiðandi vöru í hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveginn. Wise er nú þegar að selja WiseFish í yfir 23 löndum utan Íslands.  Við höfum fjárfest gríðarlega í þróun á WiseFish og munum halda þeirri stefnu áfram. Lykillinn að þeirri vegferð er að gera það í nánu samstarfi við okkar viðskiptavini og við sjávarútveginn í heild.“ bætir Jóhannes við. 

 

Við erum Wise. 

Wise er leiðandi í sölu hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn sem byggir á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhaldi og viðskiptakerfi. Samhliða öflugum grunnkerfum hefur Wise sérstöðu þegar kemur að úrvali viðskiptakerfa með það að markmiði að fyrirtæki nái því besta út úr sínum grunnkerfum og taki þar með betri ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum. Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfsemi sína, þar á meðal sem samstarfsaðili ársins frá Microsoft og sem stærsti söluaðili Dynamics 365 á Íslandi. Starfsemi Wise byggist fyrst og fremst á hugbúnaðarþróun ásamt fyrsta flokks þjónustu til viðskiptavina sinna um allan heim.  Vörur eins og sérlausnir fyrir Microsoft Business Central, WiseFish, Wise Retail, Wise Sveitarfélagalausnir, Wise Flutningalausnir Wise Power BI og margar aðrar viðskiptalausnir eru notaðar af fjölmörgum fyrirtækjum hérlendis og víðs vegar um heiminn.   

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.