Skip to main content Skip to footer

Viðtal við Baldur Benjamín Sveinsson, BI sérfræðing hjá Wise

Betri innsýn í gögnin með Power BI

Hvernig geturðu nýtt hrá gögn til að taka upplýstar ákvarðanir sem skila raunverulegum árangri? Þetta er spurning sem Baldur Benjamín Sveinsson, BI sérfræðingur hjá Wise, svarar á hverjum degi í starfi sínu. Við tókum Baldur á tal til að fá innsýn í skýrslu sem hann vann nýverið, hans upplifun af því að starfa hjá Wise og hvernig fyrirtækið styður við unga sérfræðinga í tæknigeiranum.

Gögnin segja söguna

Baldur kom nýlega að gerð fasteignaskýrslu sem byggir á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Með því að nota Power BI tókst honum að umbreyta hráum og óspennandi gögnum í skýra yfirsýn sem nýtist til að skilja stöðuna á fasteignamarkaðnum mun betur en berar Excel töflur gera.

Við tókum hráar töflur sem annars hefði verið erfitt að lesa úr og breyttum þeim í myndræna framsetningu sem veitir notendum innsýn í þróun og stöðu fasteignamarkaðarins. Með þessari yfirsýn er auðveldara að greina verðlag eftir stærð, gerð húsnæðis og staðsetningu, sem getur hjálpað þeim sem eru að íhuga fasteignakaup." segir Baldur.

Hann bætir við að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum: „Það er erfitt fyrir marga að fóta sig á fasteignamarkaðnum í dag. Verðlag er hátt og það eru margar breytur sem þarf að huga að – stærð, staðsetning, gerð og aldur húsnæðis geta haft mikil áhrif á ákvörðun. Með þessari greiningu getur fólk og fyrirtæki fengið betri innsýn í markaðinn og tekið upplýstari ákvarðanir. Draumasýnin er að skýrslan verði í stöðugri þróun og nýlega uppfærðum við hana með nýjum gögnum frá október mánuði."

Hér getur þú kynnt þér skýrsluna betur.

Framtíðin í greiningartólum

Power BI hefur sífellt meiri áhrif á hvernig fyrirtæki vinna með gögn. „Gagnagreining er ekki lengur valkostur – hún er nauðsyn. Fyrirtæki sem nýta sér þessi tól eru einfaldlega betur undirbúin fyrir framtíðina,“ segir Baldur sem er sjálfur spenntur fyrir því að halda áfram að þróast í sínu hlutverki og sjá hvernig gagna- og greiningarheimurinn mun breytast á næstu árum.

Almenn notkun gagna

Þann 10. október hélt Wise veffund þar sem Power BI var í brennidepli. Á fundinum kynnti Baldur Benjamín Sveinsson Power BI lausnir, þar á meðal fasteignagreininguna. Baldur segir að markmiðið hafi verið að stuðla að almennri notkun gagna – að hvetja fólk og fyrirtæki til að nýta sér BI verkfæri til að greina gögn sín á markvissan hátt. „Það hefur aldrei verið auðveldara og mikilvægara fyrir einstaklinga og skipulagsheildir að nýta sér greiningartól sem veita skýra yfirsýn og stuðla að upplýstum ákvörðunum," segir Baldur. Hann hvetur alla til að kynna sér þessi tól og sjá hvernig þau geta breytt vinnulagi og skilað raunverulegum árangri

Fundurinn gekk, að hans mati, framar öllum vonum og fylgdust allt að 156 manns með í beinni útsendingu.  „Þetta endurspeglar vel þann mikla áhuga sem fólk hefur á Power BI lausnum og þeim fjölbreyttu möguleikum sem þær bjóða upp á í dag,“

Hér getur þú horft á upptöku af fundinum.  

Vinnustaður þar sem þú blómstrar

Sem ungur sérfræðingur á sviði gagnagreiningar hefur Baldur fundið sig vel hjá Wise. Hann segir Wise góðan vinnustað þar sem hugmyndir og nýsköpun fá að njóta sín og tækifærin til vaxtar og lærdóms séu mörg. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning frá teyminu mínu og stjórnendum, sem hvetja mig til að taka frumkvæði og prófa nýjar lausnir. Wise leggur mikla áherslu á starfsþróun og að skapa umhverfi þar sem ungir sérfræðingar geta nýtt krafta sína til fulls”. Baldur segir þá sem koma inn í tækniheiminn í dag þurfi að vera sveigjanlega, lausnamiðaða og forvitna og að það séu gildi sem Wise styður við með því að bjóða upp á spennandi verkefni og frábært starfsumhverfi.

En er Baldur með ráð til þeirra sem eru að íhuga feril í tæknigeiranum?

„Verið forvitin og ekki hrædd við að spyrja spurninga. Það er svo margt sem hægt er að læra í þessu umhverfi og það er alltaf pláss fyrir nýjar hugmyndir. Ef þú vilt starfa á vinnustað þar sem tækifæri eru til vaxtar og nýsköpun fær að njóta sín, þá er Wise rétti staðurinn fyrir þig.“

Langar þig að verða hluti af framsæknum og spennandi vinnustað?

Kíktu á laus störf hjá Wise og sjáðu hvað framtíðin hefur upp á að bjóða!

 

Skoðaðu Power BI og sérsmíðaðar lausnir fyrir þig

Viltu fá enn betri yfirsýn yfir gögnin þín? Sérfræðingar okkar í viðskiptagreind hjá Wise geta hannað sérsniðin mælaborð, smíðað vöruhús gagna og útbúið notendavænar Power BI skýrslur – allt eftir þínum þörfum. Við sérhæfum okkur einnig í að smíða skýrslur ofan á sérkerfi Wise, eins og Launakerfið og Sérfræðiverkbókhaldið. 

Bókaðu kynningu með sérfræðingum okkar til að sjá hvernig við getum hjálpað þér að umbreyta gögnunum þínum í dýrmæta innsýn.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.