Skip to main content Skip to footer

Áhugaverðar nýjungar í nýjustu útgáfu af Business Central 2023

Þann 29.mars 2023 kynnti Microsoft nýjustu útgáfu af Business Central fyrir notendum. Nýja útgáfan er stútfull af áhugaverðum nýjungum sem ættu að nýtast notendum vel til að vinna hraðar og skilvirkar í Business Central. Helstu nýjungar eru eftirfarandi.

Pivot greiningar í Business Central (e. Page/Analysis mode)

Í nýju útgáfunni er hægt að greina gögn með Pivot beint inni í kerfinu sjálfu – án þess að opna Excel. Þessar greiningar opnast sem nýr flipi og hægt er að vista þær og þannig á auðveldan hátt skoða svipuð gögn milli tímabila. 


Stjórnun aðalgagna (e. Master data management)

Í nýjustu útgáfunni af Business Central er boðið upp á master data management. Þar er hægt að gerast áskrifandi að breytingum og nýjum gögnum frá master töflum úr einu fyrirtæki í annað. Dæmi um notkun:

  • Lánardrottnar og vörumaster í fyrirtæki B og C eiga að vera þeir sömu og í fyrirtæki A innan sama grunns. Nýi eiginleikinn sækir breytingar úr fyrirtæki A yfir í fyrirtæki B og C og sparar þannig tíma og vinnu.
  • Við uppsetningu nýrra fyrirtækja í grunninum er hægt að taka út skrá með uppsetningartöflunum og lesa hana inn í nýtt og tómt fyrirtæki.



Bókunarregla á sölu- og innkaupaskjölum

Í nýjustu útgáfunni er hægt að tilgreina niður á notendur:

  • hvort notandi sem bókar vöruhúsaafhendingu, söluafhendingu eða birgðatínslu eigi einnig að geta bókað reikning/kreditreikning. 
  • hvort notandi sem bókar innkaupamóttöku eða birgðafrágang eigi einnig að geta bókað reikning/kreditreikning.

Athugið að ef notanda er t.d. bannað að reikningsfæra sölureikning (Gildi ‘Bannað’ valið í Notandauppsetningu) þá kemur ekki valmöguleiki upp hvort eigi að ‘Afhenda og reikningsfæra’ heldur notandanum boðið að bóka afhendingu. 

Gervigreindardrifnar vörulýsingar með Copilot

Þessi nýjung gerir notendum kleift að útbúa vörulýsingar með aðstoð gervigreindar í Copilot. Með nokkrum smellum býr gervigreindin til vörulýsingu út frá mynd og eiginleikum vörunnar, svo sem lit og efni.  Þetta er afar áhugaverð breyting og fyrsta skref Microsoft í að nýta gervigreind við aðgerðir í Business Central. Að svo stöddu verður þessi eiginleiki einungis aðgengilegur á ensku.  

Heildaryfirlit yfir allar nýjungarnar

Ljóst er að Microsoft er að bjóða margar spennandi nýjungar í þessari útgáfu sem ættu að nýtast notendum til að vinna bæði hraðar og á skilvirkari hátt. Hér má sjá heildaryfirlit yfir allar nýjungarnar.  

Einn af kostum þess að vera með Business Central í skýinu er að nýjustu útgáfur eru ávallt aðgengilegar notendum og fremur einfalt að sækja nýjustu útgáfuna án mikils aukakostnaðar.  

Útgáfan er aðgengileg notendum í Microsoft skýinu

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kanna möguleika þess færa sig yfir í Microsoft skýið að hafa samband með því að smella hér.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.