Markmið jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnri stöðu kynja og að tækifæri einstaklingsins verði jöfn óháð kynferði, uppruna, trú eða aldri. Einnig að koma í veg fyrir kynbundinn launamun og þannig stuðla að því að Wise sé eftirsóttur vinnustaður í huga allra óháð kyni. Yfirstjórn Wise ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri fjármála ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði hennar.
Megin markmið Wise í jafnréttismálum eru eftirfarandi:
- Ákvörðun launa og annarra starfskjara skal ekki fela í sér kynjamismunun
- Laus störf skulu standa öllum opin.
- Skipulag vinnutíma skal vera fyrirsjáanlegt svo hægt sé að samhæfa starf og fjölskyldulíf.
- Að hvetja og ýta undir að bæði kyn nýti þann rétt sem þau eiga til foreldra og
fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna.
- Starfsþróun og framgangur í starfi skal vera óháður kyni.
- Öll starfsþjálfun, sí- og endurmenntun skal vera aðgengileg báðum kynjum.
- Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Wise.
- Fræðsla og námskeið skulu standa til boða þeim sem vinna úr og taka á móti
kvörtunum starfsfólks vegna kynbundins ofbeldis, kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni.
- Allt starfsfólk sé upplýst um viðhorf fyrirtækisins í eineltismálum, vegna fordóma, kynbundins ofbeldis og kynferðislegs árietis.