Skip to main content Skip to footer

Wise Dojo

Þitt eigið dojo af stafrænum námskeiðum

Með Wise Dojo fær fyrirtækið þitt aðgang að fjölbreyttu úrvali stuttra og hagnýtra námskeiða sem styrkja stafræna hæfni stjórnenda og starfsfólks.  

Efnið er aðgengilegt bæði í Wise Dojo fræðslukerfunum eða afhent til að setja upp í ykkar eigin fræðsluumhverfi.  

Námskeiðin henta jafnt þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í notkun stafrænna tækja sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína. Lögð er áhersla á skýra framsetningu, einfaldleika og hagnýtt innihald sem nýtist í starfi.

Dojo kerfin

Wise Dojo

Aðgangur að vefumhverfi Wise með einföldu viðmóti og yfirsýn yfir námsframvindu starfsfólks.

Einka-Dojo

Ykkar eigin skóli í kerfi Wise, með möguleika á að bæta við eigin efni og sérsníða útlit.

Ofur-Dojo

Lausn byggð á Power Platform sett upp í ykkar eigin Microsoft umhverfi, t.d. Teams.

Leyfi og dreifingar á fræðsluefni

Fyrirtæki hafa ólíkar þarfir þegar kemur að fræðslu, sum vilja nýta tilbúna veflausn með öllu efni aðgengilegu strax, á meðan önnur kjósa að halda utan um sitt eigið fræðsluumhverfi eða byggja það beint inn í vinnustaðatól eins og Microsoft Teams.

Því býður Wise upp á þrjár leiðir til að nálgast fræðsluefnið: í gegnum kerfi Wise, í ykkar eigin sérsniðna námsumhverfi hýstu af Wise, eða með innsetningu í ykkar eigin tæknilega umhverfi. Auk þess bjóðum við aðgang að Teams rás með stuðningi frá sérfræðingum sem svara spurningum og deila efni eftir þörfum.

Athugið að fyrirtæki geta nýtt sér fræðslustyrki í gegnum áttin.is og fengið hluta kostnaðar endurgreiddan. 

Hafðu samband

Viltu fá nánari upplýsingar um Wise Dojo, skoða hvað hentar þínu fyrirtæki eða bóka kynningu?
Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum og hjálpum þér að finna réttu leiðina – hvort sem þú ert að leita að lausn fyrir fámennan eða stærri hóp starfsfólks, viljir nýta fræðslukerfi Wise eða fá efnið inn í ykkar eigið umhverfi.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.