Mesti tímasparnaðurinn er við móttöku reikninga því þá verður skráning og skönnun reikninga óþörf. Við móttöku reikninga verða til færslur í kerfinu sem mögulegt er að stilla þannig að bókun í fjárhagsbókhaldið verður nánast sjálfvirk. Rafræn viðskipti veita betri yfirsýn yfir gerð og móttöku reikninga ásamt því að áreiðanleiki og rekjanleiki verður meiri. Hættan á innsláttarvillum er úr sögunni og ákveðnir reikningar eru alltaf bókaðir eins.
Rafrænir reikningar
Auknar kröfur um nútíma viðskiptahætti verða til þess að sífellt fleiri notfæra sér nú rafræna móttöku og sendingu reikninga. Það gerir fyrirtækjum kleift að taka á móti og senda reikninga á rafrænu formi í Microsoft Dynamics 365 Business Central. Einnig er boðið upp á að taka móti og senda pantanir á sama hátt. Kostir rafrænu lausnarinnar eru margir og má meðal annars nefna að það er ódýrara að senda rafrænan reikning en pappírsreikning og reikningar berast hraðar til viðtakanda.
Rafrænir reikningar
Í stuttu máli
Rafrænir reikningar
Eiginleikar kerfisins
Tengjumst
Við skoðum þetta saman