Godo hóteltengill Wise
Tenging sem sameinar hótelkerfi og bókhald
Godo hóteltengill Wise tengir hótelkerfið Godo beint við Microsoft Dynamics 365 Business Central. Lausnin gerir reikningagerð, bókun og umsýslu viðskiptaupplýsinga einfaldari og sjálfvirkari, án þess að færa gögn handvirkt á milli kerfa. Með þessu tengiviðmóti sparar þú tíma, dregur úr villum og færð betri yfirsýn yfir fjárhagslegan rekstur hótelsins.

Hvað gerir Godo hóteltengill Wise?
Sjálfvirk skráning
Sölu- og kreditreikningar skrást beint úr Godo hótelkerfinu yfir í Business Central ásamt greiðsluupplýsingum. Þetta tryggir rétt bókhald og sparar tíma í handvirkri vinnslu.
Sjálfvirk stofnun
Viðskiptavinir og lánardrottnar stofnast sjálfkrafa í Business Central þegar gögn eru skráð í Godo. Engin tvöföld vinna, engin villa, allt í samræmi við þínar verklagsreglur.
Gestagögn á reikning
Upplýsingar um gesti og gistingu flytjast beint yfir á sölureikninga í Business Central, þannig að þú þarft hvorki að afrita né bæta upplýsingum við handvirkt.
PDF sendist úr BC
Reikningar sem eru útgefnir í Business Central eru sendir sem PDF skjöl beint yfir í Godo kerfið.

Ein tenging sem sparar bæði tíma og bætir yfirsýn
Godo hóteltengill Wise sameinar tvö lykilkerfi í daglegum rekstri hótela. Með samþættri lausn geturðu treyst því að upplýsingar skráist rétt, reikningar og greiðslur flæði hnökralaust á milli kerfa og þú sparir bæði tíma og fyrirhöfn við handvirka vinnslu.
Taktu næsta skref
Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf um hvernig þú getur tengt Godo hótelkerfið beint við Business Central.

Tengjumst
Við skoðum þetta saman