SmartPay
Fjölhæf greiðslulausn fyrir sölureikninga
Fjölhæf greiðslulausn sem er hönnuð til að einfalda greiðsluferlið fyrir sölureikninga og pantanir. Lykilatriðið er skýjatenging við posa, sem gerir kleift að framkvæma öruggar og skilvirkar greiðslur.
SmartPay gerir fyrirtækjum kleift að taka við greiðslum á sölureikningum og sölupöntunum. SmartPay er með tengingu við posa og hægt er að taka við kortagreiðslum í gegnum þá tengingu beint inn á sölureikning eða pöntun. Einnig er hægt að greiða með fleiri en einum hætti, sem dæmi greiða hluta með korti og hluta með peningum og greiðslurnar bókast á viðeigandi hátt inn í kerfið.

Helstu eiginleikar SmartPay
Skýjatenging við posa
Lausnin tengist posum á öruggan hátt í gegnum öfluga skýjaþjónustu sem Wise rekur. Þessi samþætting tryggir öruggar og skilvirkar greiðslur.
Fjölbreyttar greiðsluaðferðir
Taktu við greiðslum með ýmsum aðferðum, sem eykur ánægju viðskiptavina.
Hvernig virkar SmartPay í daglegum rekstri?
Afgreiðsla byrjar
Þú skráir vöruna eða þjónustuna í Business Central, reikning eða pöntun.
Viðskiptavinur greiðir
Hvort sem greitt er með peningum, korti, bankamillifærslu eða láni tekur SmartPay við greiðslunni á öruggan og fljótlegan hátt.
Allt fer sjálfkrafa í bókhaldið
Um leið og salan er bókuð, bókast greiðslur sjálfkrafa í Business Central og því engin þörf á handvirkri skráningu.
Þú hefur fulla yfirsýn
Þú getur fylgst með sölutölum, birgðum og tekjum í rauntíma, hvar og hvenær sem er hvort sem þú ert á skrifstofunni eða á ferðinni.
Taktu næsta skref með SmartPay
Ertu að leita að fjölhæfri greiðslulausn fyrir sölureikninga? SmartPay er lausnin sem tryggir betri yfirsýn, hraðari afgreiðslu og öruggari greiðslur. Hafðu samband og bókaðu kynningu í dag!

Tengjumst
Við skoðum þetta saman