Á snertiskjá eru settir upp hnappar eftir því hver starfsemin er. Sem dæmi má nefna: Sala á sundkortum, sala á ýmsum vörum, aðgangur að aðstöðu, leiga á búnaði. Jafnframt getur Centara tengst hliðakerfum.
Kassakerfi fyrir sveitarfélög
Centara kassakerfið er öflugt afgreiðslukerfi með tengingu við Dynamics 365 Business Central. Kerfið er uppsett með hnappaborði á snertiskjá.
Sölur fara með sjálfvirkum hætti til Business Central og verða þar að stöðluðum sölureikningum. Hreyfingar bókast á viðskiptamenn, sölur á vörur og forða. Þannig verða til birgðahreyfingar með kostnaðarverði sem gerir fyrirtækjum kleift að gera framlegðargreiningar.
Með samþættingu kerfanna sparast vinna hjá fjárhagsdeild við að færa upplýsingar milli kerfa t.d. á formi færslubóka, sölureikninga eða birgðahreyfinga.
Kassakerfi
Í stuttu máli
- Mikil reynsla af notkun kerfisins
- Einfalt í uppsetningu og fljótlegt að læra á kerfið
- Hraðvirkt
- Þægilegt hnappaborð
- Tengingar við skanna og prentara s.s. sundmiðar o.fl.
- Öflugt bakvinnslukerfi
- Gögnin streyma beint í Business Central
- Hægt að fá kerfið í leigu, með eða án hýsingar
- Upplýsingar á stjórnborði varðandi sölur dagsins, veltu o.fl.
- Afsláttar- og tilboðskerfi
Kassakerfi
Eiginleikar kerfisins
Tengjumst
Við skoðum þetta saman