Skip to main content

WiseFish

Wisefish er sérsniðin hugbúnaðarlausn fyrir sjávarútveginn og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. Kjarninn í lausninni er að halda utan um rakningu og kostnað sjávarafurða frá veiðum til neytenda. Lausnin hjálpar notendum að taka bestu ákvörðun á hverjum tíma til að hámarka arðsemi og gera áætlanir.

Sjávarútvegslausnir Wise henta fyrir útgerðir, vinnslur, útflytjendur, framleiðendur og dreifingaraðila í sjávarútvegi jafnt stóra sem smáa. Í dag eru sjávarútvegsfyrirtæki í meira en tuttugu löndum að nota WiseFish kerfið til að stjórna betur öllum þáttum starfseminnar.

Við bjóðum upp á Microsoft Dynamics Business Central ERP lausnir auk þess að vera sjálfstæður endursöluaðili fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Wise hefur fengið verðlaun fyrir Microsoft Gold Partner og Microsoft Country Partner ársins í mörg ár í röð.

WiseFish

Mánaðarleg áskrift

Við hönnun og þróun WiseFish hefur þess sérstaklega verið gætt að lágmarka inngrip í staðlaða virkni Microsoft Dynamics 365 Business Central. Sú nálgun auðveldar reglubundnar uppfærslur þegar nýjum útgáfum af Dynamics Business Central er hleypt af stokkunum. 

Mögulegt er að fá WiseFish í mánaðarlegri áskrift. Mánaðarlegt gjald er greitt fyrir hugbúnað, uppfærslu- og þjónustugjöld. Í áskrift er innifalin vistun á gögnum í SQL gagnagrunni, reglubundin afritun og traustar öryggisvarnir. Wise gætir þess að upplýsa viðskiptavini sína um allar uppfærslur og nýjungar þegar við á.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Við notum vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur á vefsvæðum Wise, wise.is, til að bæta þjónustu Wise og fl.