Teams
Einfaldari samskipti með Teams símkerfi
Wise býður fyrirtækjum upp á þann möguleika að vera með símkerfi fyrirtækisins inni í Microsoft Teams. Einföld lausn í uppsetning, notkun og er hagkvæm í rekstri. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að laga sig mjög hratt að breyttum aðstæðum og halda uppi góðri þjónustu.
Hvernig virkar Teams símkerfi?
Þegar hringt er úr Teams fara símtölin í gegnum almenna símkerfið í stað þess að samskiptin fari í gegnum gagnaflutningskerfi. Notendur geta því hringt hvort sem er í farsíma eða landlínu, innanlands sem og erlendis. Með því fæst aukið öryggi í samskiptum þar sem símtöl fara ekki út fyrir landamæri Íslands.
Notendavænt viðmót
Símtölin beint úr notendavænu umhverfi Teams sem starfsfólk er vant að nota. Notendur eru því fljótir að tileinka sér notkun.
Einfalt í uppsetningu
Lausnin er einföld og fljótleg í uppsetningu. Öll almenn virkni er í grunnuppsetningu Teams.
Hagkvæmur rekstur
Fyrirtækin geta séð alveg um rekstur lausnarinna eða fengið Þekkingu til þess. Uppfærslur eru miðlægar og því ekkert viðhald.
Fullkomið þjónustuver
Mögulegt er að bæta við þjónustuveri og skiptiborði fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Eftir að símkerfislausnin hefur verið virkjuð í Teams, birtist símtólstákn í viðmótinu. Notandinn getur þá hringt beint úr appinu. IP símtæki og símstöðvaþjónar eru þar með óþarfi. Þó er mögulegt að nýta IP símtæki þar sem það hentar.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman