Microsoft Teams símkerfi og skiptiborð
Ein lausn fyrir öll símtöl. Nútímalegt símkerfi og skiptiborð í Teams
Með Teams símkerfi og Nimbus skiptiborðslausn frá Luware færðu öfluga og sveigjanlega lausn sem sameinar öll símtöl í eitt notendavænt umhverfi. Hvort sem þú ert að leita að einfaldari lausn fyrir dagleg símtöl eða snjallari leið til að stýra símtalaflæði í þjónustuveri, þá er þetta lausnin sem stækkar með þér. Enginn aukahugbúnaður, engar flóknar uppsetningar – bara skilvirkari samskipti, betri yfirsýn og betri þjónusta.

Teams símkerfi
Hringdu og svaraðu í Teams – hvar og hvenær sem er
Með Teams símkerfi frá Wise getur þú notað Microsoft Teams til að hringja og taka á móti símtölum, hvort sem þú ert á skrifstofunni, heima eða á ferðinni. Ein einföld lausn sem sameinar samskipti og vinnuumhverfi – á öllum tækjum.
Alhliða aðgengi - Hringdu hvaðan sem er
Með Teams símkerfinu getur þú hringt og svarað símtölum beint úr Teams appinu – sama hvar þú ert. Hvort sem þú ert á skrifstofunni, heima eða á ströndinni, þá hefurðu aðgang að símkerfinu. Teams appið er fáanlegt á Windows, Mac, Android og iOS, auk þess sem hægt er að nota kerfið í vöfrum eins og Microsoft Edge, Firefox og Chrome.
Einfalt og sveigjanlegt – Engin símstöð á staðnum
Þú þarft ekki lengur að halda úti hefðbundinni símstöð – Teams símkerfið keyrir í skýinu. Engar uppsetningar, engin viðhaldsvinna, engar uppfærslur sem þarf að sjá um – allt virkar sjálfkrafa með Teams eins og önnur Microsoft forrit.
Hagkvæmni – Minni kostnaður, meiri stjórn
Öll símatraffík fer í gegnum internetið. Þú getur notað WiFi, 3G, 4G eða 5G – jafnvel erlendis án þess að óttast háan símakostnað.
Tæknin á hreinu – Við sjáum um tengingarnar
Sérfræðingar Wise sjá um að brúa bilið á milli Microsoft Teams og núverandi þjónustuaðila fyrirtækisins. Með tækni sem kallast Direct Routing tengjum við númeraseríuna þína við Teams appið, þannig að þú getur hringt hvert sem er – innanlands og erlendis – án fyrirhafnar.
Þjónustver og skiptiborð í Teams
Skilvirkari þjónusta með Teams – skiptiborð framtíðarinnar
Wise er vottaður samstarfsaðili Luware og býður upp á Nimbus, öfluga og skalanlega skiptiborðslausn sem er fullkomlega samþætt Teams símkerfinu. Lausnin hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og einfaldar alla meðhöndlun símtala, sem skilar sér í hraðari og betri þjónustu fyrir viðskiptavini.
Auðveld notkun – enginn aukahugbúnaður
Nimbus vinnur beint með Teams og krefst því ekki neins auka hugbúnaðar á tölvum starfsfólks. Lausnin er einföld í uppsetningu og aðgengileg í gegnum vefviðmót sem gerir þjálfun og aðlögun fljótlega og áreynslulausa. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að innleiða lausnina hratt og með lágmarks röskun á daglegum rekstri.
Stýring og sveigjanleiki á þínum forsendum
Í einföldu grafísku viðmóti er hægt að stilla flæði símtala, svarraðir, opnunartíma og talskilaboð – allt á einum stað. Starfsfólk getur sjálft bætt sér í eða tekið sig úr svarröðum eftir þörfum, sem eykur sveigjanleika í þjónustustarfi. Lausnin hentar jafnt þeim sem þurfa eitt skiptiborð sem og þeim sem vilja hafa mörg, og auðvelt er að skala lausnina eftir vexti og breyttum þörfum fyrirtækisins.
Sýnileiki og greiningar fyrir betri ákvarðanir
Nimbus heldur utan um ítarleg gögn um símtöl og svörun, sem gefur stjórnendum skýra innsýn í þjónustustig og álag. Enn dýpri greiningar eru mögulegar í gegnum Power BI, sem gerir kleift að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum. Einnig er hægt að tengja lausnina við önnur kerfi og bæta við sjálfvirkum ferlum með Power Automate, sem sparar tíma og dregur úr villum.
Aukinn rekjanleiki með símtala-upptökum
Fyrirtæki sem vilja tryggja gæði þjónustu eða uppfylla reglur um skráningu geta bætt við upptökum á símtölum með Luware Recording viðbótinni. Þetta gefur möguleika á að endurmeta þjónustu, þjálfa starfsfólk og tryggja öryggi viðkvæmra upplýsinga.
Er gamla símkerfið að halda aftur af ykkur?
Ertu ekki viss hvar þú átt að byrja?
Sérfræðingar okkar hjálpa þér að greina þarfir fyrirtækisins og sýna þér hvernig Teams símkerfi og skiptiborð í skýinu geta umbreytt samskiptum – á einfaldan hátt.

Tengjumst
Við skoðum þetta saman