Skip to main content Skip to footer

Microsoft Viva

Bættu framleiðni og stuðlaðu að þátttöku starfsfólks

Microsoft Viva er öflug svíta lausna sem allar eiga það sameiginlegt að snúa að upplifun starfsfólks.

Lausnirnar eru hannaðar til að bæta framleiðni, samvinnu og vellíðan starfsfólks á vinnustaðnum. Innbyggt í Microsoft 365 og Microsoft Teams þá sameinar Viva samskipti, þekkingu, fræðslu og veitir dýrmæta innsýn í menninguna.

Samskipti og samfélag

Vettvangur fyrir samskipti

Viva Connections tengir starfsfólkið við vinnustaðinn hvar og hvenær sem er ásamt því að stuðla að þátttöku allra. Þú hannar viðmótið með litum þíns fyrirtækis, nafni og vörumerki, ásamt því að stilla hvað birtist á forsíðunni, t.d. nýjustu fréttirnar, flýtileiðir og verkefnalistar. 

Viva Amplify gerir þér kleift að ná til starfsfólks með innri markaðssetningu og greina árangurinn.

Viva Engage er vettvangur fyrir starfsfólk til að tengjast og miðla upplýsingum. Meta Workplace hefur gefið út að Workplace verði lagt niður innan tíðar. Viva Engage svipar mjög til Workplace og býður upp á mikið af sömu virkninni, viðmótið er mjög áþekkt og það besta er að áskriftin er hagstæð og er hægt að tengja lausnina við Teams sem fækkar samskiptaleiðum.

Tölfræði og endurgjöf

Innsýn inn í upplifun og frammistöðu

Mældu þátttöku starfsfólks og stuðlaðu að umbótum með gagnadrifinni tölfræði um vinnustaðinn með Viva Insights.

Viva Glint gerir þér kleift að öðlast innsýn inn í þátttöku starfsfólks með könnunum þvert á fyrirtækið og veitir meðmæli um aðgerðir um hvernig megi bæta frammistöðu. 

Með Viva Pulse er einfalt að "taka púlsinn" á starfsfólki, fá innsýn inn í upplifun þeirra og óska eftir endurgjöf.

Markmiðasetning og stjórnun

Sameiginleg markmið

Með Viva Goals gerir þú öllu starfsfólki kleift að tengja sín daglegu störf beint við stefnu og markmið fyrirtækisins.

Lærdómur og starfsþróun

Fræðsla og þekkingarstjórnun

Með Viva Learning aðstoðar þú starfsfólkið þitt við að læra, vaxa og ná árangri. Forgangsraðaðu fræðslumálunum og starfsþróun með því að gera fræðsluefni fyrirtækisins aðgengilegt inn í Microsoft Teams og Microsoft 365.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.