Lausnir

Laus störf

Hjá Wise starfar öflugur hópur sérfræðinga

Wise leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og metnað til að takast á við skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni með okkur.

Í öllum tilvikum er leitað að fólki með frumkvæði og sjálfstæði í starfi ásamt jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni og umhverfi okkar og starfsandi sé eins og best verður á kosið. Wise hefur alls átta sinnum hlotið viðurkenninguna fyrirtæki ársins í VR könnunum.

Laus störf

Hjá Wise starfa 100 einstaklingar í Reykjavík og á Akureyri, með áratuga reynslu og þekkingu á sviði viðskiptalausna. Wise er einn öflugasti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Wise leggur áherslu á að bjóða upp á alhiða viðskiptalausnir, er ört vaxandi og leggur sig fram um að vera tryggur samstarfsaðili í þeirri stafrænu vegferð sem fyrirtæki horfa til í dag. Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur og leitast er við að jafna hlutfall kynja í ráðningum.

Wise býður upp á: 

  • Góðan starfsanda.
  • Frábæra starfsaðstöðu.
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Símenntun í starfi.

Ef þú hefur áhuga á að vinna hjá Wise sendu umsókn á job@wise.is með kynningarbréfi og ferilskrá. Við tökum við umsóknum allt árið um kring. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Search
Generic filters