Kerfið í hnotskurn
- Handhæg leið til að tengja skönnuð skjöl við reikninga og senda í uppáskrift
- Bein tenging við Uppáskriftarkerfi Wise
- Hægt að taka viðhengi í Outlook og tengja það beint við reikning
- Hægt er að skanna eða flytja inn fjölbreytt skjöl og myndir
- Einfalt að bæta inn myndum og eyða þeim
- Kostur á að vatnsmerkja t.d. fyrir skjalanúmer
- Forskoðunargluggi
- Auðveld flokkun reikninga

Skönnun og tenging skjala
Smella og draga (Drag n' Drop)
Hægt er að tengja skjal/mynd við reikning með því að smella á það og draga það yfir á reikninginn. Einfalt er að tengja fleiri en eitt skannað skjal við hvern reikning. Hægt er að velja um að setja inn skjöl beint frá skanna eða úr möppu. Þegar búið er að skanna/sækja skjölin er auðvelt að nálgast þau, færa þau til og tengja gögnum.
Yfirsýn reikninga
Með afmörkunum fæst sá listi af reikningum sem vinna á með. Hægt er að velja á milli þess að sjá þá reikninga sem eftir á að tengja við skjal eða búið er að tengja við í uppáskriftinni. Einnig hægt að tengja WiseScan við innkaupareikninga o.fl. í Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV).
Vatnsmerki
Með því að nota vatnsmerki í WiseScan er hægt að setja númer skjals í Dynamics 365 Business Central (NAV) á skannaða skjalið. Flýtihnappur er notaður til að kveikja og slökkva á virkni þess.