Kerfið í hnotskurn
- Fjölbreytt úrval innheimtuleiða
- Auðveldar afstemmingar
- Skráarlaus samskipti við allar helstu fjármálastofnanir s.s. banka, Borgun, Valitor, Motus og Inkasso - beint úr Dynamics 365 Business Central
- Rafræn birting greiðsluseðla í banka
- Öruggt kerfi sem styður Íslenska Sambankaskemað (IOBS)
- Betri og réttari gögn þar sem innsláttarvillur verða nánast úr sögunni
- Áreiðanleiki og rekjanleiki verður meiri

Góð yfirsýn yfir innheimtuferlið
Innborganir
Greiðslur eru lesnar inn í Microsoft Dynamics 365 Business Central og jafnast á móti reikningum eftir fyrirfram unnum stillingum. Vextir og annar kostnaður bókast á viðeigandi fjárhagslykla. Þessi virkni gerir alla bankaafstemmingu mun einfaldari og hraðvirkari.
Örugg samskipti við banka
Kerfið byggir á Íslenska Sambankaskemanu (IOBS), sem gerir ráð fyrir notkun starfsskilríkja eða búnaðarskilríkja og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla. Þetta gerir notendum kleift að eiga samskipti við bankann beint úr Business Central í gegnum vefþjónustur. Þannig sparar notandinn sér tímann sem það tekur að flakka á milli kerfa, tengjast netbönkum og hlaða niður skrám.
Kröfuvöktun
Kröfur
Stofnaðar eru kröfukeyrslur þar sem valið er milli þess að búa til innheimtur pr. reikning eða að draga saman viðskipti tímabils á einn seðil. Kröfur eru síðan sendar til innheimtu í viðeigandi fjármálastofnanir.