Kerfið í hnotskurn
- Heldur utan um tolla- og útflutningsskjöl
- Yfirsýn yfir skipulagðar afhendingar
- Heldur utan um áætlunarferðir ytri aðila (Eimskip/Samskip)
- Hægt að tengja rekjanleikaeiningar
- Sjálfvirkni í birgðakerfi, utanumhald eftir útskipun
- Fyrirkomulag flutninga lagt með afhendingasamkomulögum

Afhending á vörum
Vöruflutningar vegna afhendinga á vörum til viðskiptamanna eru skráðir í flutningakerfi WiseFish. Brettum er hlaðið í gáma og gámum skipað í áætlunarferðir ytri aðila (t.d. Eimskip/Samskip) eða sjálfstæðar ferðir á eigin vegum.
Tolla- og útflutningsskjöl
Í kerfið eru skráð miklivæg gögn sem notuð eru í tolla- og útflutningsskjöl. Grunnur að fyrirkomulagi flutninga er lagður í afhendingasamkomulögum.
Rekjanleiki
Flutningsstaða stakra sölueininga (kassa/bretta/kara) uppfærist sjálfkrafa í birgðakerfi eftir að útskipun hefst. Kerfið veitir yfirsýn yfir skipulagðar afhendingar, hleðslur í flutningseiningar (gáma) og ferðir.
Tenging við Wise Analyzer
Áætlanakerfið Wise Analyzer gerir fyrirtækjum kleift að vinna áætlanir með einfaldari hætti en áður auk þess sem notandinn hefur betri yfirsýn yfir stöður og fyrri áætlanir.