Vertu í skýjunum með
Fullt öryggi og yfirsýn án óvænts kostnaðar
Skýjavakt 365 er þjónusta þar sem sérfræðingar Wise vakta og viðhalda öllu sem snýr að öryggiskröfum og öryggisþjónustu fyrir Microsoft 365 umhverfi.
Kannast þú við þetta?
Ég hef ekki tíma fyrir þetta
En einhvern veginn ertu alltaf að leysa tölvuvandamál og hafa áhyggjur af örygginu.
Ég veit ekki hvort við erum örugg
Þú heyrir af netárásum í fréttum og veltir fyrir þér: erum við næst? Án vöktunar veistu ekki af innbroti fyrr en það er of seint.
Ófyrirsjáanlegur kostnaður
Mismunandi þarfir – lausn fyrir alla!
Skýjavaktin hentar bæði fyrir starfsfólk í framlínu og skrifstofu. Mikilvægast er að tryggja að allir notendur fái rétta vernd og aðgang sem hentar þeirra hlutverki – án þess að borga of mikið.
Framlína
Einfaldur og öruggur aðgangur fyrir starfsfólk sem vinnur á vettvangi, með grunnöryggi og lykilorðastjórnun. Dæmi: starfsfólk sem notar aðeins síma við vinnu og þarf ekki fulla tölvuvernd.
Skrifstofa
Fullt öryggi fyrir skrifstofuteymi með aðgangsstýringu, reglufylgni og SOC vöktun.
Þjónustupakkar
Við bjóðum upp á þrjár þjónustuleiðir sem mæta ólíkum þörfum fyrirtækja – allt frá grunnöryggi til ítarlegrar vöktunar og reglufylgni.
Vinsælasti pakkinn er „Lykilpakki“, en þú getur blandað saman lausnum úr mismunandi pökkum til að fá nákvæmlega það sem hentar þínum rekstri.
Hvað þýðir þetta fyrir þig?
Fyrirsjáanlegur kostnaður
Eitt fast verð á mánuði fyrir hvern notanda. Engin falin gjöld. Engar óvæntar uppákomur. Þú veist alltaf hvað þú borgar.
Raunverulegt öryggi
Meiri tími í viðskipti
Hættu að eyða tíma í IT-vandamál. Láttu okkur sjá um tæknina - þú sinnir því sem þú gerir best.
Hugarró
Sofðu rótt vitandi að einhver er að fylgjast með. Ef eitthvað gerist, vitum við af því - oft áður en þú gerir.
Einfalt ferli - byrjaðu strax
Frá fyrsta samtali að fullri virkni á örfáum vikum
Stutt símtal eða fundur þar sem við greinum þínar þarfir
Sérsniðin tillaga með réttum pakka innan 1-2 daga
Við setjum allt upp og stillum - þú þarft ekki að gera neitt. 2-4 vikur.
Við sjáum um IT-öryggið. Þú gerir það sem þú gerir best.
Algengar spurningar
Afhverju þarf ég Skýjavakt 365 ef ég er þegar með Microsoft 365?
Microsoft sér til þess að kerfið sé uppi, en Skýjavakt sér til þess að það sé öruggt. Microsoft 365 kemur með sjálfgefnum stillingum sem duga sjaldnast gegn nútíma árásum og inniheldur hvorki raunverulegt afritunarkerfi né eftirlit. Skýjavakt virkjar dýpri varnir, vaktar kerfið allan sólarhringinn og tryggir að gögnin þín séu afrituð á öruggan stað — nokkuð sem Microsoft gerir ekki fyrir þig.
Hversu langur er innleiðingartíminn?
Tímalengdin felur í sér nauðsynleg sannprófunartímabil - t.d. fyrir MFA skráningu notenda og greining gagna fyrir Premium (Úrval). Við notum sjálfvirkni sem sparar 69-73% af tíma miðað við handvirka innleiðingu.
- Core (Grunnur): 21 dagar
- Essential (Lykill): 30 dagar
- Premium (Úrval): 45 dagar
Innleiðing er innifalin í mánaðarlegum verðum
Hver er ávinningur Skýjavakt 365 miðað við að ráða eigin tölvudeild?
Ávinningurinn er tvíþættur: 60-80% kostnaðarsparnaður og aukinn öryggisviðbúnaður.
Ef þú ræður einn sérfræðing er kostnaðurinn (laun + launatengd gjöld) oft á bilinu 800.000 til 1.200.000 kr. á mánuði. Fyrir 20 manna fyrirtæki kostar Skýjavakt 365 | Essential (Lykill) um 238.000 kr. á mánuði.
Þú sparar því ekki bara milljónir á ársgrundvelli heldur færðu aðgang að heilu sérfræðiteymi í stað eins einstaklings. Það þýðir að þjónustan dettur aldrei niður vegna veikinda eða orlofs, auk þess sem við vöktum kerfin þín allan sólarhringinn.
Get ég skipt um pakka síðar?
Kerfið okkar byggir á sjálfvirkni sem gerir uppfærslur fljótar og öruggar. Þú getur breytt um pakka hvenær sem er innan samningstímans:
- Core (Grunnur) → Essential (Lykill): Vinsælasta uppfærslan. Hér bætist við sólahringsvöktun og afritun sem er nauðsynlegt fyrir flest fyrirtæki í dag.
- Essential (Lykill) → Premium (Úrval): Fyrir þá sem þurfa aukna stjórnun á gögnum, t.d. vegna ISO 27001, GDPR eða NIS2, ásamt DLP-vörnum.
- Bæta við Frontline: Hentugt og hagkvæmt fyrir starfsfólk sem ekki vinnur við tölvur allan daginn (t.d. í verslunum eða framleiðslu).
Hvað gerist ef við verðum fyrir netárás?
Ef upp kemur öryggisatvik í Microsoft 365 fer strax í gang skilgreint ferli sem lágmarkar röskun á starfsemi:
- Rauntíma vöktun og viðbragð: Essential (Grunnur) og Premium (Lykill) pakkalausnirnar innihalda sólahringsvöktun, viðbragð og afritun gagna.
- Sérfræðingar grípa inn í: Viðbragðsteymið okkar tekur við málinu samstundis til að greina stöðuna og stöðva árásina.
- Einangrun: Við bregðumst við með því að einangra þann búnað eða þá notendur sem hafa orðið fyrir áhrifum.
- Endurheimta ganga: Ef gögn skemmast eða læsast (t.d. vegna gíslatöku gagna) virkjum við endurheimt úr afritunarlausn Wise.
- Greining og úrbætur: Að lokum greinum við hvernig árásin átti sér stað og gerum viðeigandi ráðstafanir til að styrkja varnir enn frekar.
Við erum enn með netþjóna í gagnaveri og nýtum Microsoft 365 aðeins að litlu leyti. Hentar Skýjavakt 365 okkur?
Já, tvímælalaust. Skýjavakt 365 hentar vel fyrir blönduð kerfi (Hybrid) og við hjálpum ykkur að taka næstu skref:
-
Öryggi óháð staðsetningu: Við verjum tölvurnar og auðkennin (aðganginn) sem tengjast netþjónunum ykkar, sem er mikilvægasta varnarlínan í dag.
-
Hjálpum ykkur að nýta leyfin: Við aðstoðum ykkur við að virkja lausnir sem þið eigið nú þegar (t.d. Teams, SharePoint og OneDrive) til að auka hagkvæmni og samvinnu.
-
Örugg brú til framtíðar: Við setjum upp réttan öryggisgrunn svo þið getið fært gögn og vinnslu í skýið á ykkar hraða, þegar það hentar ykkur.
Hættu að hafa áhyggjur af IT öryggi – hafðu samband í dag!
Bókaðu ókeypis kynningu og við sýnum þér hvernig Skýjavakt 365 getur hjálpað þínu fyrirtæki.