Útstöðvaþjónusta
Í útstöðvarekstri er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Wise sem útstöð þjónustukaupa þarfnast að öllu jöfnu.
Innifalið er meðal annars:
- Rekstur á stýrikerfi, uppfærslur innan útgáfu og tryggt að öryggisuppfærslur fari á vélarnar.
- Vinna við að bæta við vinnsluminni og aukadisk.
- Tenging útstöðvar við algengasta jaðarbúnað s.s. prentara, og virknin tryggð.
- Grunneftirlit með útstöð.
- Uppfærslur og viðhald á MS Office hugbúnaði innan útgáfu.
- Uppfærslur og viðhald grunnuppsetninga útstöðva.