Öryggisvitund Wise
Byggðu upp sterka öryggismenningu
Starfsfólkið er oft veikasti hlekkurinn þegar kemur að netöryggi fyrirtækja. Með því að efla vitund þeirra og fræðslu getur fyrirtækið þitt breytt þessum veikleika í öfluga vörn gegn netógnum. Við bjóðum upp á lausn sem felur í sér skemmtilega, áhrifaríka og aðgengilega þjálfun sem byggir upp sterka öryggismenningu innan fyrirtækisins.
Prófaðu frítt og sjáðu hvernig netöryggisvitund getur gert starfsfólkið þitt að fyrsta varnarlínunni gegn netógnum.
Breyttu veikasta hlekknum í sterkustu vörnina
Stutt og áhrifarík þjálfun
Örstutt myndbönd (um 2 mín) sem eru aðgengileg á mörgum tungumálum.
Markviss þjálfun sem kennir starfsfólki að bera kennsl á og bregðast við netógnum á skemmtilegan og grípandi hátt.
Sveigjanleg lausn
Aðgangur stjórnenda að mælaborði til að stilla þjálfunaráætlanir.
Hægt að skipuleggja þjálfun til langs tíma með sjálfvirkri virkni.
Starfsfólk hefur sveigjanleika til að sækja þjálfun í hvaða tæki sem er.
Sparar tíma og auðvelt í notkun
Aðferðafræði sem hefur ekki áhrif á framleiðni starfsfólks.
Auðvelt að samþætta við innri samskiptatól á borð við Microsoft Teams og Slack.
Fylgir ströngum stöðlum
GDPR, ISO27001 og PCI-DSS samræmi tryggt.
Afhverju Öryggisvitund?
-
Mikilvægt er að efla öryggisvitund starfsfólks þar sem rannsóknir hafa sýnt að um 90% allra vel heppnaðra tölvuárása verða vegna mannlegra mistaka.
-
Reglubundin öryggisþjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk hjálpar til við að vernda mikilvæg gögn og kerfi fyrir árásum
-
Öryggisvitund er hagkvæm lausn sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Má bjóða þér að prófa frítt?
Smelltu hér 👇🏻
Prófaðu lausnina án skuldbindinga og finndu hvernig hún styrkir netöryggisvitund starfsfólksins. Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá frekari upplýsingar.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman