Skip to main content Skip to footer

Öryggislausnir Wise

Við tryggjum þér hugarró í stafrænum heimi

Við skiljum mikilvægi þess að vernda gögn, kerfi og notendur í heimi þar sem netógnir verða sífellt tíðari og þróaðri. Með fyrsta flokks öryggislausnum og traustum ráðgjöfum á sviði upplýsingaöryggis tryggjum við þér hugarró.  

Bókaðu samtal við öryggisráðgjafa okkar til að finna réttu lausnirnar fyrir þitt fyrirtæki. 

Fyrsta flokks öryggislausnir

Skýjavakt 365

Fylgstu með og tryggðu öryggi Microsoft 365 umhverfisins þíns.

Með sérsniðnu mælaborði og sjálfvirku viðbragði hjálpar Skýjavakt 365 þér að tryggja stöðugt öryggi í skýjaumhverfinu. Lausnin veitir þér yfirsýn yfir nýjustu öryggisreglur og aðgerðir, svo þú getir einbeitt þér að rekstri og vexti fyrirtækisins.

Skýjavakt 365 sérhæfir sig í öryggisvöktun fyrir Microsoft 365 umhverfið.  

Skoða Skýjavakt 365

Öryggisvitund

Efldu sterka varnarlínu gegn netógnum.  

Starfsfólk er oft veikasti hlekkurinn í netöryggiskeðjunni. Lausnin okkar býður upp á stutt og áhrifarík myndbönd sem efla öryggisvitund starfsfólks. Lausnin byggir upp sterka öryggismenningu og tryggir samræmi við staðla eins og GDPR og ISO27001. 

Öryggisvitund hentar öllum fyrirtækjum sem vilja byggja upp sterka öryggismenningu. 

Skoða Öryggisvitund

Öryggislausnir

Afhverju að velja Öryggislausnir Wise?

Við tökum upplýsingaöryggi alvarlega og leggjum áherslu á áreiðanleika og sérsniðnar lausnir sem mæta þínum þörfum. Hjá okkkur færðu:

  • Samræmi við reglugerðir: Lausnir okkar fylgja ströngustu stöðlum og reglugerðum, þar á meðal GDPR, ISO27001 og PCI-DSS.
  • Sólarhringsvöktun: Við bjóðum upp á mannaða vöktun (24/7 SOC) sem fylgist stöðugt með óeðlilegri virkni og grípur til viðeigandi aðgerða.
  • Sjálfvirkt viðbragð: Kerfin okkar greina ógnir í rauntíma og bregðast hratt við til að lágmarka skaða.
  • Heildræn nálgun: Við sameinum öryggisúttektir, vöktun og fræðslu til að skapa öfluga vörn gegn netógnum.
  • Sérsniðnar lausnir: Hvort sem fyrirtækið þitt er með sinn rekstur í skýinu, með blandað umhverfi eða staðbundin innviði, þá höfum við lausnir sem henta þínum þörfum. 

Tryggðu upplýsingaöryggi þíns fyrirtækis í dag

Öryggislausnir Wise taka mið af þínum þörfum og veita þér alhliða öryggi fyrir tölvukerfin, skýjaumhverfið og starfsfólkið. Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar og fáðu persónulega ráðgjöf.

Bóka samtal

 

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.