Námskeið
Nýttu kraftinn í Microsoft 365 Copilot
Lengd: 2 dagar (3,5 klst. á dag)
Verð: 84.900 kr.
Tímasetning (báðir dagarnir):
Miðvikudagur 24. September: 13:00-16:30
Fimmtudagur 25. September: 09:00-12:30
Staðsetning: Ofanleiti 2, Reykjavík
Kennari: Hermann Jónsson, ráðgjafi, kennari og hugbúnaðarsérfræðingur
Fyrir hverja: Hentar öllum með haldbæra reynslu af notkun Microsoft 365.
Hagnýtar upplýsingar: Boðið er upp á létta morgunhressingu fyrri daginn og kaffihressingu báða dagana.
Sjá námskeiðslýsingu hér fyrir neðan 👇🏼
Markmið námskeiðsins
Að veita þátttakendum hagnýta þekkingu og færni í notkun Microsoft 365 Copilot til að auka afköst, bæta vinnuflæði og nýta gervigreind til aðstoðar í daglegum verkefnum. Námskeiðið miðar að því að allir geti tekið þátt, óháð tæknifærni.
Námskeiðslýsing
Dagur 1 - Kynning og grunnnotkun
Inngangur að Copilot og gervigreind í Microsoft 365
- Hvað er Copilot og hvernig virkar hann?
- Öryggi, aðgengi og ábyrg notkun
Copilot í Word og Outlook
- Búa til og breyta texta með Copilot
- Samantektir, drög að tölvupósti og fundarundirbúningur
Copilot í Teams og OneNote
- Fundargreiningar, minnispunktar og verkefnalistar
Æfingar og verkefni
Þátttakendur prófa eigin skjöl og samskipti með Copilot
Dagur 2 – Dýpri notkun og aðlögun að vinnuumhverfi
Copilot í Excel og PowerPoint
- Greining gagna, töflur og myndrit
- Búa til glærukynningar út frá texta eða gögnum
Copilot í Loop og Planner
- Samvinna í rauntíma og verkefnastjórnun
Hagnýt dæmi úr daglegu starfi
- Aðlaga Copilot að eigin hlutverki og deild
Lokaverkefni og samantekt
- Þátttakendur vinna að eigin verkefni með stuðningi
- Umræður og næstu skref
Tengjumst
Við skoðum þetta saman