Grand hótel 17.maí
Blóm í haga: Morgunverðarfundur um stafræna vegferð íslenskra sveitarfélaga
Íslensk sveitarfélög glíma við margs konar áskoranir og á þeim hvílir ábyrgð á að tryggja íbúum sínum þjónustu á aðgengilegan og skilvirkan hátt.
Á þessum morgunverðarfundi Wise bjóðum við sveitarfélögunum að koma og kynna sér lausnir Wise og eiga með okkur samtal um framtíðarlausnir í stafrænni þróun fyrir sveitarfélög.
Á fundinum verður farið í nýjungar sem Wise býður upp á og hvernig þær tengjast inn í grunn sveitarstjóralausnina í Business Central. Meðal annars verður rætt um stafrænt pósthólf og skeytamiðlun og gervigreind. Sérstakur gestur á fundinum verður Kolbrún Eir Óskarsdóttir, verkefnastjóri hjá Stafrænu Íslandi.
Morgunverður í boði og dregið úr happdrætti í lok fundar.
Dagskrá:
8:00 – Húsið opnar og morgunverður í boði.
8:30 - 8:45 – Hjördís Dalberg, Viðskiptastjóri hjá Wise setur fundinn.
8:45 – 9:05 – Kolbrún Eir Óskarsdóttir, Verkefnastjóri hjá island.is heldur erindi um stafrænt pósthólf.
9:05 – 9:20 – Davíð Fannar Gunnarsson, Chief Architect hjá Wise kynnir Stafrænt pósthólf og Skeytamiðlun.
9:20 – 9:30 – Kaffipása.
9:30 – 9:50 – Sigrún Gunnarsdóttir, Vörustjóri hjá Wise fjallar um skýjavegferð og gervigreind.
9:50 – 10:00 – Gunnar Haraldsson, Teach lead 365, kynnir stafrænar nýjungar fyrir sveitarfélög.
Tengjumst
Við skoðum þetta saman