Skip to main content

Heims­meist­ara­mótið í e-rallý á Íslandi

Wise er stoltur styrktaraðili eRally Iceland 2020


„Raf- og nýorku­meist­ara­mót FIA“, alþjóðlegt raf­bíl­arall, sem er hluti af mótaröð Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) var haldið á Íslandi dagana 20. til 22. ágúst síðastliðinn. Alls tóku fjögur erlend og þrjú íslensk lið þátt að þessu sinni. Wise var einn af styrktaraðilum mótsins.


Heims­meist­ara­mótið í e-rallý er að öllu leyti helgað raf­knún­um öku­tækj­um


Bílarnir sem kepptu voru allir 100% hreinir rafbílar en markmiðið er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögulegt magn mengunar og koltvísýrings og er áhersla lögð á að hvetja ökumenn til að nýta sér umhverfisvænni og sjálfbærari kost í umferðinni. Wise styrkir þetta framtak af hálfu Akstursíþróttasambands Íslands, Kvartmíluklúbbsins sem og alla þá frábæru ökumenn og konur sem tóku þátt í eRally Iceland 2020.

 

Þeir Jóhann Egilsson ökumaður og Pétur Wilhelm Jóhannsson aðstoðarökumaður urðu Íslandsmeistarar í nákvæmnisakstri (Regularity Rally), en það felur í sér að keyra leiðina skv. leiðarbók á uppgefnum hraða hverju sinni og mælt er hversu vel keppendum tekst að halda rafmagnseyðslu sem næst uppgefinni eyðslu frá framleiðanda.

 Systurnar Rebekka Helga og Auður Margrét Pálsdætur urðu Íslandsmeistarar í sparaksturskeppninni, þar sem keppt er um að komast keppnishringinn á sem minnstu magni rafhlöðunnar, en einnig lentu þær í öðru sæti í heimsmeistarakeppninni sjálfri.

Wise óskar þeim innilega til hamingju með frábæran árangur sem og öllum keppendum fyrir glæsilega frammistöðu.


Rebekka Helga Pálsdóttir og Auður Margrét Pálsdóttir

Wise vill hrósa öllum þeim sem að keppninni stóðu og sýndu fram á að keppa má á óbreyttum rafmagnsbílum í akstursíþróttum.

Sjá frétt um e-Rallý 2020 hér.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e.cookies) til að bæta upplifun þína. Sjá nánar.