Wise er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi
Um Wise
Wise er einn öflugasti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.
Wise býður úrval lausna sem byggja á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins.
Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Lausnir Wise eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins.
Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfsemi sína þ.á.m. viðurkenninguna „Samstarfsaðili ársins“ hjá Microsoft á Íslandi og Fyrirmyndarfyrirtæki VR um nokkurra ára skeið.
Wise sérhæfir sig í bókhalds- og viðskiptahugbúnaði fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Þekktustu vörutegundir Wise eru Microsoft Dynamics 365 Business Central, Wise Analyzer greiningartól, Wisefish sjávarútvegslausnirnar, sveitarfélagalausnir og fjöldi viðskiptalausna sem eru í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum víðs vegar um heiminn.
Hjá Wise starfar samhentur hópur öflugra sérfræðinga með áralanga reynslu í Microsoft Dynamics 365 Business Central og tengdum lausnum. Við leggjum metnað í að aðstoða viðskiptavini við að ná hámarksárangri með réttum viðskiptalausnum.
Starfsemin byggir á hugbúnaðargerð en jafnframt er þjónustan við viðskiptavinahópinn mjög mikilvæg.
Wise er sjálfstætt starfandi hugbúnaðarhús sem er í eigu Centara.
Framkvæmdastjórn Wise
Framkvæmdastjórn Wise

Forstjóri

Framkvæmdastjóri þróunarsviðs


Framkvæmdastjóri markaðssviðs

Framkvæmdastjóri rekstrar- og tæknisviðs

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
