Skip to main content

Lager- og vöruhúsaráðgjöf


Wise býður uppá ráðgjöf í skipulagningu og lausnum fyrir lager- og vöruhús. Ráðgjafar okkar eru sérfræðingar í skipulagningu og kerfum fyrir vöruhús og hafa víðtæka reynslu af hönnun verkferla og innleiðingu lager- og vöruhúsalausna. 

Þetta er öflug leið til að koma auga á og leysa vandamál. Í stuttri heimsókn kynnumst við og greinum ferla og tæknilegt umhverfi. 

Leiðin til hagræðingar


Við byrjum á stuttri heimsókn til fyrirtækja til að kynnast ferlum og fyrirkomulagi í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu. Í framhaldinu komum við svo með tillögur að úrræðum, bendum á hluti sem mega betur fara, hvort heldur sem er í núverandi eða nýju kerfi.

Niðurstöður úttektar eru rýndar með viðskiptavinum og farið yfir hvað má laga strax með núverandi lausnum. Einnig er farið yfir hvar má ná fram hagræði með nýjum eða bættum ferlum og lausnum ásamt því að fara yfir næstu skref. Ef þörf krefur er svo farið í ítarlegri úttekt og greiningu.

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Við notum vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur á vefsvæðum Wise, wise.is, til að bæta þjónustu Wise og fl.