Námskeiðið WiseFish Framleiðsla er ætlað fyrir byrjendur og almenna notendur í WiseFish Framleiðslu. Farið er ýtarlega yfir skráningu hráefnisnotkunar og framleiðslu og uppsetningu helstu stofngagna sem tengjast framleiðslu fiskafurða. Einnig farið yfir helstu hliðarferla og stuðningsgögn; s.s. lotumeðhöndlun, rekjanleika, skráningu vara í vinnslu, framleiðslu í sölupantanir, vinnsluframlegð o.fl.
Meðal þeirra sem hafa gagn af námskeiðinu eru skráningaraðilar, úrvinnsluaðilar, framleiðslustjórar.
Námskeiðinu er stjórnað af sérfræðingum Wise og fá þátttakendur í hendur nauðsynleg námsgögn.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.
Markhópur: Ætlað byrjendum og almennum notendum WiseFish Framleiðslu.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 lotu, 3 klst.
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is
Námskeiðið í hnotskurn:
- Stofngögn í WiseFish Framleiðslu.
- Lotur og rekjanleiki.
- Hráefnisnotkun.
- Framleiðsla í færslubók.
- Framleiðsla í brettakerfi.
- Vörur í vinnslu.
- Framleiðsluáætlanir.
- Vinnsluframlegð.
- Helstu yfirlit og skýrslur.
- Verkefni.
Helsti ávinningur þátttakenda:
Þátttakendur öðlast heildaryfirsýn yfir notkunarmöguleika kerfisins, skilning á flæði upplýsinga milli kerfishluta og tilgang hinna ýmsu aðgerða sem kerfið bíður upp á.
Þátttakendur kynnast jafnframt helstu uppsetningaratriðum fyrir framleiðslu; t.a.m. á lotum, vörum (hráefni og afurðum) og ýmsum stofngögnum; birgðastöðum (framleiðendum), forsendum vinnsluframlegðar o.fl.
Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.