námskeið

Wise Analyzer

Námskeið í Wise Analyzer er sniðið að þeim sem þurfa að greina gögn á ýmsum stigum rekstrarins, hvort heldur sem snýr að fjárhag eða undirkerfum s.s. sölu, innkaupum, birgðum, viðskiptakröfum, lánardrottnum, forðum eða verkbókhaldi. Gert er ráð fyrir að þeir sem námskeiðið sitja hafi góða þekkingu á samhengi bókhalds og gagna. Farið er vel yfir hvernig Analyzer nýtist við greiningar og geti gefið nýja og skarpari sýn á reksturinn, með því að draga fram gögn í nýju samhengi eða með mun fljótvirkari hætti en hægt var með fyrri gagnavinnslu.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.

Markhópur: Er ætlað þeim sem sjá um áætlanagerð eða hafa umsjón með fjármálum fyrirtækja. Hentar öllum sem áhuga hafa á að skoða fjárhagsgögnin sín betur.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is

Námskeiðið í hnotskurn:

  • Viðmót og umhverfi Wise Analyzer
  • Valmyndir, valrendur og hliðarstika
  • Tréyfirlitsstýring, samanburðarlyklar og köfun (drilldown)
  • Veltitöflur – almennt
  • Svæði veltitaflna
  • Stillingar veltitaflna
  • Vistun útlitsbreytinga og uppsetninga
  • Bæta við dálkum (nýjum dálkum til útreikninga og úrvinnslna)
  • Bæta við dálki úr töflu

Helsti ávinningur þátttakanda:

Öðlast góða yfirsýn yfir þá möguleika sem Wise Analyzer býður upp á, virkni kerfisins og vinnuumhverfi notandans. Opnar nýja sýn á gögn fyrirtækisins og hvernig að hægt að er að hagnýta þau betur. Kerfið vinnur á rauntímagögnum, þar sem ný sýn á gögn á að renna tryggari stoðum undir ákvarðanatöku í rekstrinum. Minnkar þann tíma sem farið hefur í að draga saman gögn, unnt er að draga saman og deila gögnum með stuttum fyrirvara, gefa öðrum notendum fyrirfram vistaða sýn á gögnin og þar með auka dreifingu upplýsinga til þeirra í rekstrinum sem ekki hafa gott vald á að kalla fram þessa sýn sjálfir.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

KENNARI
Stefán Torfi

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
21. Apríl, 13:00 - 16:00

VERÐ
27.500 kr.

NÁMSKEIÐ

Wise Analyzer

KENNARI
Stefán Torfi

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
21. Apríl, 13:00 - 16:00

VERÐ
27.500 kr.

Search
Generic filters