námskeið

Umsýsla með notendur í Sveitarstjóra

Fyrir hverja
Fyrir starfsmenn sveitarfélaga með aðgang að Sveitarstjóra Wise sem vilja læra að öðlast færni á að halda utan um notendur Sveitarstjóra og fá þjálfun í að virkja og afvirkja notendur, úthluta þeim heimildum sem og breyta og bæta viðmótið hjá notendum. Verð 45.000 kr. Eitt verð fyrir hvert sveitarfélag.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í stýringu notenda í umhverfi Sveitarstjóra. Farið verður yfir hvernig nýir notendur eru stofnaðir, úthlutun á heimildum og aðgangur á hinum ýmsu undirkerfum. Stilling á upphafsvalmynd (Forstilling) er lykilatriði sem farið verður yfir.

Mörg sveitarfélög eru búin að taka í notkun „létta notendur“ í stað uppáskriftavefs, farið verður sérstaklega yfir stillingar/afmarkanir á deildum og viðskiptareikningum, ásamt takmörkun á sýn á lánardrottnafærslum.

Hvenær
Námið hefst þriðjudaginn 16.mars og seinni tíminn 23.mars. Kennt er á þriðjudögum en svokallaður verkefnatími verður skipulagður í samráði við hvern og einn þátttakanda. Verkefnatíminn er frátekinn tími með ráðgjafa Wise þar sem farið er yfir það verkefni sem lagt var fyrir í fyrri kennslustund, þ.e. stofna nýja notanda þannig að notandi geti farið að vinna í kerfinu með þær heimildir sem hann þarf til að geta framkvæmt starf sitt. Einnig verður farið fyrir hvernig mögulegt er að hafa yfirlit með hverjir séu tengdir á ákveðnum tíma sem og skoða yfirlit yfir hvaða notendur séu með hvaða heimild.

Kennsla
Steingerður Þóra Daníelsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir ráðgjafar hjá sveitarfélagahóp Wise. Umsjónarmaður er Jón Halldór Oddsson vörustjóri Sveitarstjóra.

Lýsing
Kennt er á bókhaldsforritið Dynamics Business Central og sérlausnina Sveitarstjóri.

Í þessu námi koma nemendur til með að vinna í sínu umhverfi með gögn sveitarfélagsins og fá þjálfun í að vinna með fjárhagsáætlunarkerfi Sveitarstjóra. Í kennslustundunum verður farið yfir hvernig best er að vinna þau verkefni sem fyrir liggja. Síðan verða verkefnatímar með hverju sveitarfélagi og þá fá þátttakendur aðstoð við að leysa verkefnin, sem farið var yfir í kennslustundinni, í sínu umhverfi og spyrja spurninga.

Fyrirlestrarnir/kennslustundirnar verða í fjarkennslu í gegnum Teams. Nemendur koma til með að vinna í grunni sveitarfélagsins.

Námið er samtals 2 klst. fyrirlestrar ásamt 1 klst. verkefnatími.

Farið verður yfir  helstu þætti varðandi notendastýringu innan Sveitarstjóra

 • Stofna notanda
 • Skrá lykilorð og endurstilla
 • Notendaflokka og heimildasamstæður
 • Umsýsla léttra notenda
 • Forstillingar
 • Aðrar heimildir innan Sveitarstjóra
 • Afvirkja notendur

Umsókn:

Sækja skal um námið af vef Wise undir Námskeið/Sveitarfélagalausnir.

Frekari upplýsingar gefur Sigrún Gunnarsdóttir, netfang: sigrun@wise.is, sími: 545-3284.

Aðrar upplýsingar:

Ef fleiri en einn nemandi eru frá sama sveitarfélagi þá er gert ráð fyrir að þessir nemendur vinni saman að verkefnunum og sæki saman verkefnatíma. Hvert sveitarfélag greiðir því aðeins eitt námskeiðsgjald.

Kennsluáætlun
Dagsetningar í kennsluáætlun, sjá hér að neðan, er birtur með fyrirvara um breytingar.

16.mars 2021    
Notendur

 • Stofna notendur
  • Lykilorð
 • Notendaflokkar og Heimildasamstæður
 • Notandaupplýsingar
  • Wise notandaforsnið
 • Léttir notendur
  • Afmarkanir léttra notenda
  • Forstillingar léttar notenda
 • Samantekt á hvaða notendur eru skilgreindir með hvaða notendaflokka og heimildasamstæður
 • Verkefni

23.mars 2021    
Forstillingar og sérstillingar

 • Forstillingar
  • Farið yfir helstu forstillingar sem eru í boði og rætt um „vinsælustu“ forstillingarnar
  • Farið yfir hvernig hægt er að bæta við og breyta útliti og útbúa „ykkar“ forstillingar
 • Heimildir í önnur sérkerfi innan sveitarstjóra
 • Hvaða notendur eru tengdir
  • Aftengja notendur
 • Afvirkja notendur
 • Sérstillingar á síðum
  • Farið yfir nokkur atriði eins og flýtivísar og breytingar á valmyndum

16.-31. mars 2021             Verkefnatími

Aðrar upplýsingar
Ef fleiri en einn nemandi eru frá sama sveitarfélagi þá er gert ráð fyrir að þessir nemendur vinni saman að verkefnunum og sæki saman verkefnatímana. Hvert sveitarfélag greiðir því aðeins eitt námskeiðsgjald.

Frekari upplýsingar gefur Sigrún Gunnarsdóttir, netfang: sigrun@wise.is, sími: 545­3284.

KENNARI
Sigrún Gunnarsdóttir

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
16. Mars - 17. Mars, 11:00 - 12:00

VERÐ
45.000 kr.

NÁMSKEIÐ

Umsýsla með notendur í Sveitarstjóra

KENNARI
Sigrún Gunnarsdóttir

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
16. Mars - 17. Mars, 11:00 - 12:00

VERÐ
45.000 kr.

Search
Generic filters