námskeið

Skuldabréfakerfi

Námskeiðið Skuldabréfakerfi er sniðið að þeim sem eru að byrja að vinna með Skuldabréfakerfi Wise í Microsoft Dynamics Business Central og veitir það innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða. Farið er yfir allt ferli stofnunar skuldabréfs, hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið, ofl. ofl. Farið er vel yfir viðmót og umhverfi kerfisins en þátttakendur þurfa að hafa grunnkunnáttu á Microsoft Dynamics Business Central.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Dynamics NAV og Microsoft Dynamics 365 Business Central fá þátttakendur námsgögn og verkefni sem farið er í.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.

Markhópur: Námskeiðið Skuldabréfakerfi er ætlað starfsmönnum sem hafa umsjón með skuldabréfum.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og fjárhagsbókhaldi.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst. í senn

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is

Námskeiðið í hnotskurn:

 • Viðmót og umhverfi Business Central (NAV)
 • Flýtileiðir og flýtilyklar
 • Stofnun skuldabréfa
 • Bókunarflokkar skuldabréfa
 • Bókunarflokkar vaxta
 • Greiðslutillögur skuldabréfa
 • Uppreikningur gengismunar/verðbóta/áfallinna vaxta
 • Bakfærslur fylgiskjala og færslubóka
 • Uppsetning á veðbókum
 • Færslubókarvinnsla
 • Stofnun afborgana
 • Röðun
 • Leit og afmörkun
 • Færsluleit
 • Útprentanir / skýrslur
 • Safnlyklar

Helsti ávinningur þátttakenda:

Kynnast umhverfi Business Central þar sem farið er yfir notendaviðmótið og hvernig hægt er að nýta sér flýtilykla og afmarkanir sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
Þátttakendur öðlast skilning á Skuldabréfakerfi Wise þar sem farið verður yfir ferli skuldabréfs frá stofnun til uppgreiðslu.
Þátttakendur læra hvernig bókaðar færslur dreifast um kerfið og hvernig best sé að leita uppi færslur.
Þátttakendur læra hvernig haga beri bakfærslum í skuldabréfakerfi.
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun kerfisins.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

KENNARI
Valur Guðlaugsson

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
18. Mars, 10:00 - 12:00

VERÐ
22.500 kr.

NÁMSKEIÐ

Skuldabréfakerfi

KENNARI
Valur Guðlaugsson

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
18. Mars, 10:00 - 12:00

VERÐ
22.500 kr.

Search
Generic filters