Námskeiðið RSM kerfi er sniðið að þeim notendum sem eru að byrja að vinna með RSM kerfi Wise í Business Central og veitir það innsýn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða varðandi móttöku og sendingu rafrænna reikninga.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og grunnþekking á Business Central eða NAV2018. Þekking á fjárhags-, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi æskileg.
Markhópur: Námskeiðið RSM kerfi er ætlað þeim sem sjá um sendingu og/eða móttöku rafrænna reikninga í Business Central.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is
Námskeiðið í hnotskurn:
- Skeytamiðlari og umhverfi
- Stillingar RSM kerfis
- Móttaka reikninga
- Bókunaruppsetningar reikninga
- Stillingar fyrir sendingu reikninga
- Sending reikninga
- Villur/uppákomur við rafræna reikninga
Helsti ávinningur þátttakenda:
Þátttakendur öðlast góðan skilning á RSM kerfi Wise þar sem farið er vel yfir öll ferli sem fara fram í því kerfi. Þátttakendur fá góða þekkingu og æfingu í RSM kerfinu og fá innsýn í þær villur sem upp geta komið við vinnslu í kerfinu og lausnir á þeim. Á námskeiðinu er farið í raunhæf verkefni. Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun RSM kerfi Wise.
Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.