námskeið

Launaáætlun Sveitarstjóri

Fyrir hverja
Fyrir starfsmenn sveitarfélaga með aðgang að Sveitarstjóra Wise sem vilja læra að nýta sér kosti launaáætlanakerfis Sveitarstjóra og fá þjálfun í að nýta sér betur þessa sérlausn til þess að fylgjast betur með rekstrinum. Verð er 60.000 kr. Eitt verð fyrir hvert sveitarfélag.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í vinnslu launaáætlana. Við viljum halda því fram að vinna  við launaáætlun eigi að hefjast að vori sem er ástæða fyrir tímasetningu þessa námskeiðs. Við byrjum ferlið þegar fjárhagsáætlun síðasta árs ásamt viðaukaáætlun liggur fyrir. Við byrjum á að dreifa launaáætlun á mánuði og flytjum áætlunina inn í fjárhagsáætlunina. Þátttakendur sem ekki hafa gert launaáætlun áður í kerfinu, fá aðstoð og leiðbeiningar við stillingar. Síðan leggjum við grunninn að áætlun næsta árs og leiðum ykkur í gegnum áætlanaferlið.

Námið hefst þriðjudaginn 2.mars 2021. Kennslustundirnar verða tvær með verkefnatími eftir hverja kennslustund. Verkefnatími er frátekin tími með ráðgjafa Wise þar sem farið er yfir það verkefni sem lagt var fyrir í fyrri kennslustundum.

Kennsla
Snorri Gissurarson og Sigurður Eiríksson ráðgjafar hjá sveitarfélagahóp Wise. Umsjónarmaður er Jón Halldór Oddsson vörustjóri Sveitarstjóra.

Kennsluáætlun
Dagsetningar í Kennsluáætlun, sjá hér að neðan, er birtur með fyrirvara um breytingar.

2.mars 2021       
Viðaukaáætlun, dreifing á mánuði í fjárhagsáætlun og gerð viðauka.

 • Hvernig flytjum við launaáætlun í fjárhagsáætlun dreifða á mánuði
 • Hvernig gerum við viðaukaáætlun
 • Launasamanburður. Hvernig gerum við launalista, stemma af viðaukaáætlunina með launalistum
 • Hvernig sendum við launalista til viðtakenda
 • Hvernig skoða léttir notendur launalista
 • Hvernig flytjum við áætlun á milli starfsmanna, deilda eða starfa.
 • Breytingar á viðaukaáætlun, stofnun viðauka
  • Kjarasamningsbreytingar
  • Mönnunar og starfskjarabreytingar
  • Stofnun viðauka

2.mars – 1.júní 2021        Verkefnatími

24. ágúst 2021
Ferli fyrir nýja launaáætlun

 • Afritun áætlunar
  • Afrita frá launakerfi
  • Afrita hluta áætlunar
  • Afrita aðra áætlun
  • Afrita frá störfum
 • Setja forsendur launa
 • Stofna launabókarlínur
 • Stofna eingreiðslur
 • Fara yfir skráningu starfsupplýsinga
 • Vinnubækur
  • Stofna vinnubækur
  • Fara yfir vinnu með vinnubækur
  • Aðgangur léttra notenda að vinnubókum
  • Uppfæra vinnubækur í launabók
 • Reikna launaáætlun og skoða reiknaðar færslur, villuleit
 • Skoða launaáætlun, launasamantektir og samanburður
 • Stöðugildi og samanburður í excel
 • Samanburður eftir launategundum
 • Flytja launaáætlun yfir í fjárhagsáætlun.

Lýsing
Kennt er á sérlausn innan Sveitarstjóra sem ber heitið launaáætlanir. Í þessu námi koma nemendur til með að vinna í sínu umhverfi með gögn sveitarfélagsins og fá þjálfun í að vinna með launaáætlunarkerfi Sveitarstjóra. Í kennslustundunum verður farið yfir hvernig best er að vinna þau verkefni sem fyrir liggja. Síðan verða verkefnatímar með hverju sveitarfélagi og þá fá þátttakendur aðstoð við að leysa verkefnin, sem farið var yfir í kennslustundinni, í sínu umhverfi og spyrja spurninga. Fyrirlestrarnir/kennslustundirnar verða í fjarkennslu og verkefnatímarnir í gegnum samskiptaforritið Teams. Nemendur koma til með að vinna í grunni sveitarfélagsins. Námið er samtals 2 klst. fyrirlestrar ásamt 2.klst verkefnatímum. Farið verður yfir helstu þætti launaáætlunar og að námi loknu eiga nemendur að þekkja launaáætlanagerð innan Sveitarstjóra og geta:

 • Útbúa nýja launaáætlun
  • Stofna forsendur, launabókalínur og eingreiðslur
  • Reikna launaáætlun og yfirfara
 • Útbúa vinnubækur
 • Gera launasamanburð, samanburð eftir launategundum
 • Flytja áætlun milli starfsmanna, deilda og starfa
 • Flytja launaáætlun í fjárhagsáætlun
 • Útbúa og geta breytt viðaukaáætlun

 Aðrar upplýsingar
Ef fleiri en einn nemandi eru frá sama sveitarfélagi þá er gert ráð fyrir að þessir nemendur vinni saman að verkefnunum og sæki saman verkefnatímana. Hvert sveitarfélag greiðir því aðeins eitt námskeiðsgjald.

Frekari upplýsingar gefur Sigrún Gunnarsdóttir, netfang: sigrun@wise.is, sími: 545­3284.

KENNARI
Snorri Gissurason

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
02. Mars - 10. Mars, 11:00 - 12:00

VERÐ
60.000 kr.

NÁMSKEIÐ

Launaáætlun Sveitarstjóri

KENNARI
Snorri Gissurason

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
02. Mars - 10. Mars, 11:00 - 12:00

VERÐ
60.000 kr.

Search
Generic filters