námskeið

Innflutningstollakerfi

Námskeiðið hentar vel fyrir nýja starfsmenn sem vinna við tollskýrslugerð í innflutningi. Þátttakendur öðlast góðan skilning á helstu hugtökum í tollskýrslugerð, notkun þeirra í tollakerfi Wise ásamt skilningi á uppbyggingu og virkni kerfisins svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðið er einnig hentugt fyrir þá sem nýlega hafa farið gegnum uppfærslu á Tollakerfi Wise og þurfa kennslu í nýjungum.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í tollamálum og tollakerfi sem og ráðgjöf og þjónustu við NAV og Microsoft Business Central og fá þátttakendur námsgögn og verkefni sem farið er í.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.

Markhópur: Námskeiðið Tollakerfi er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af tollafgreiðslu og notkun tollakerfis í Business Central (NAV).
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og Þekking á NAV, sem og grunnþekking á innkaupa- og birgðakerfi NAV.
Fjöldi tíma: Kennt er í tvö skipti, 3 klst. í senn.

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is

Námskeiðið í hnotskurn:

 • Ferli í tollakerfi Wise
 • Búa til tollskýrslu í kerfinu
 • Reikna kostnaðarverð
 • Afrita margar innkaupapantanir í tollskýrslu
 • Innkaupamóttaka og tollafgreiðsla
 • Meðhöndlun rað- og lotunúmera í móttöku og tollafgreiðslu
 • Hlutamóttöku- og hlutatollaafgreiðsla
 • Safnsendingar og tollafgreiðsla á innkaupapöntunum í mörgum gjaldmiðlum
 • Bókun tollkostnaðar s.s. flutningsgjalda, aðflutningsgjalda o.s.frv.
 • Leiðrétting tollskýrslu, Afgreiðsla 2
 • Loka tollskjali
 • Mynda og bóka innkaupareikninga
 • Virðisfærslur
 • Grunnstillingar í kerfinu

Helsti ávinningur þátttakenda:

Öðlast góðan skilning á helstu hugtökum í tollskýrslugerð og notkun þeirra í tollakerfi Wise.
Öðlast betri færni í notkun tollakerfis Wise.
Öðlast aukna getu til að leysa flóknar aðgerðir þar sem farið er dýpra í virkni kerfisins og helstu flækjustig.
Unnið er með raunveruleg dæmi í daglegri tollafgreiðslu fyrirtækisins.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

KENNARI
Valgerður Geirsdóttir

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
23. Mars - 24. Mars, 13:00 - 16:00

VERÐ
37.500 kr.

NÁMSKEIÐ

Innflutningstollakerfi

KENNARI
Valgerður Geirsdóttir

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
23. Mars - 24. Mars, 13:00 - 16:00

VERÐ
37.500 kr.

Search
Generic filters