námskeið

Grunnur

KENNARI
Þórhallur Axelsson

STAÐSETNING
Borgartún 26, 4. hæð

DAGSETNING & TÍMI
05. Nóvember, 13:00 - 16:00

VERÐ
22.000 kr.

SKRÁÐIR / MAX
0 / 12

Námskeiðið Grunnur I er sniðið að þeim sem eru að hefja vinnu í Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og vilja öðlast færni í að rata um kerfið, ásamt ítarlegri skilning og færni í leit og afmörkunum í nýja kerfinu.

Farið er í uppbyggingu kerfisins, ásamt nýjungum í kerfinu og aðlögunum útlits og umhverfis að þörfum notanda. Kennt er hvernig stofna á viðskiptamann og lánadrottinn, gerð sölureikninga og kreditfærslna.

Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og fá þátttakendur í hendur námsgögn og verkefni sem farið er í.

Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Markhópur: Námskeiðið Grunnur er sniðið að þeim sem eru að hefja vinnu í Business Central (NAV).
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og Microsoft Dynamics NAV.
Fjöldi tíma: Kennt er í 1 skipti, 3 klst.

Námskeiðið í hnotskurn:
Umhverfi Business Central (NAV)
Aðlögun kerfis að hlutverki notanda
Notkun flýtilykla
Leitaraðferðir
Afmörkunarmöguleikar
Hvernig stofna á viðskiptamann og lánadrottinn
Gerð sölureikninga og kreditfærslna

Helsti ávinningur þátttakenda:
Þátttakendur auka færni sína í notendaviðmóti Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Aukin þekking á flýtilyklum og afmörkunum sem flýta fyrir vinnu og gera hana þjálli.
Að námskeiði loknu ættu nemendur að geta unnið í Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) á mun fljótlegri hátt.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

Verð

22.000 kr.

NÁMSKEIÐ

Grunnur

KENNARI
Þórhallur Axelsson

STAÐSETNING
Borgartún 26, 4. hæð

DAGSETNING & TÍMI
05. Nóvember, 13:00 - 16:00

VERÐ
22.000 kr.

SKRÁÐIR / MAX
0 / 12

is_ISIcelandic
en_USEnglish is_ISIcelandic
Search
Generic filters