námskeið

Fjárhagur II

Fjárhagur II hentar vel þeim sem hafa unnið með fjárhagskerfi NAV eða Business Central, og hafa lokið námskeiðunum Grunnur í NAV/BC og Fjárhagur I og vilja auka enn frekar við þekkingu og færni sína í kerfinu. Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa mikla reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Navision, Microsoft NAV og Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.

Markhópur: Fjárhagur II er ætlað þeim sem unnið hafa í fjárhagsbókhaldi í NAV og Business Central og vilja dýpka þekkingu sína á kerfinu.
Fjöldi tíma: Kennt er í 2 skipti, 3 klst. í senn.
Forkröfur: Miðað er við að þátttakendur hafi lokið við námskeiðið Fjárhagur I NAV/BC og/eða unnið í einhvern tíma á NAV fjárhagsbókhald.

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námskeið á namskeid@wise.is

Námskeiðið í hnotskurn:

  • Mitt hlutverk – Aðalbókari
  • Bókunaruppsetningar
  • Eignakerfi
  • Gjaldmiðla og gengiskeyrslur
  • Víddargreiningar
  • Áætlanir
  • Fjárhagsskema
  • Einföld myndrit
  • Uppsetningu fjárhags

Helsti ávinningur þátttakenda:

Öðlast góðan skilning á hvernig haga beri bókunaruppsetningu.
Góður skilningur á hvernig undirkerfi Business Central tengjast við fjárhag.
Læra meðhöndlun gjaldmiðla og gerð gengiskeyrslna.
Fá innsýn í uppsetningu og notkun áætlana.
Fá innsýn í uppsetningu og notkun fjárhagsskema.
Fá innsýn í uppsetningu fjárhags og notenda.
Fá góða yfirsýn yfir meðferð eigna, hvað skiptir máli í meðhöndlun og leiðréttingum.
Öðlast góðan skilning á tengslum eignakerfis við fjárhagsbókhald.

Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.

KENNARI
Jón Einarsson

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
13. Apríl - 14. Apríl, 13:00 - 16:00

VERÐ
37.500 kr.

NÁMSKEIÐ

Fjárhagur II

KENNARI
Jón Einarsson

STAÐSETNING
Fjarnámskeið - Teams

DAGSETNING & TÍMI
13. Apríl - 14. Apríl, 13:00 - 16:00

VERÐ
37.500 kr.

Search
Generic filters