Námskeiðið er sniðið að byrjendum í Fjárhagskerfi Business Central og veitir góða innsýn inn í þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Námskeiðið er kennt af sérfræðingum Wise sem hafa mikla reynslu í ráðgjöf og þjónustu við Navision, NAV og nú Business Central og fá þátttakendur afhend námsgögn yfir það efni sem farið er í á námskeiðinu. Kennt er á útgáfu Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi.
Kennt er á Microsoft Dynamics 365 Business Central 14 í Microsoft Teams.
Markhópur: Ætlað þeim sem hafa litla reynslu af notkun fjárhagsbókhalds í kerfinu.
Forkröfur: Grunnþekking á Windows stýrikerfinu og grunn bókhaldsþekking, ásamt því að hafa lokið grunnnámskeiði í NAV/BC.
Fjöldi tíma: Kennt er í 2 skipti, 3 klst. í senn.
Hægt er að senda fyrirspurnir á namskeid@wise.is
Námskeiðið í hnotskurn:
- Mitt hlutverk – Bókari/fjárhagur
- Stofnun bókhaldslykla
- Stofnun bankareikninga
- Stofnun viðskiptamanna/lánardrottna
- Bakfærslur fylgiskjala og færslubóka
- Jöfnun færslna
- Leit og afmörkun
- Færslubókarvinnslu
- Gjaldmiðla
- Lokun reikningsárs
- Bókun utan tímabila
- Víddir og uppsetningu
- Færsluleit
- Útprentanir / skýrslur
- Einfaldar fjárhagsgreiningar
- VSK uppgjör / rafræn skil
- Raunhæf verkefni
Helsti ávinningur þátttakenda:
Kynnast umhverfi Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Notkun afmarkana sem flýta mjög fyrir vinnu í kerfinu.
Öðlast skilning á Business Central fjárhagsbókhaldi þar sem farið er vel yfir bókhaldsferil kerfisins.
Kynnast uppbyggingu bókhaldslykla og hvernig bæta á við lyklum.
Læra hvernig færslur bókast í kerfinu og hvernig best er að leita í kerfinu.
Læra hvernig hægt er að gera uppgjör virðisaukaskatts á einfaldan og fljótlegan hátt.
Á námskeiðinu er farið í raunhæf verkefni.
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið öryggi í notkun fjárhagsbókhalds í Microsoft Dynamics 365 Business Central.
Wise áskilur sér rétt til að breyta dagskrá námskeiða án fyrirvara.