Wise Analyzer er lausn sem veitir fjölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða viðskiptagreindarumhverfi, sérhannað fyrir úrvinnslu gagna og miðlun verðmætra upplýsinga.
Wise Analyzer
Wise Analyzer greiningartól gefur fjölbreytta sýn á upplýsingar úr fjárhag, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi, birgðum og verkbókhaldi.
Gögn eru unnin úr Microsoft Dynamics Business Central á rauntíma, auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku og gefur góða yfirsýn yfir reksturinn.
Notandinn getur auðveldlega breytt sinni sýn, vistað og veitt öðrum aðgang. Ekki er lengur þörf á að skrifa út skýrslur, heldur getur notandinn nálgast upplýsingarnar á aðgengilegan hátt þegar hentar.
Hugbúnaðurinn vinnur jafnt á raungögnum sem og OLAP teningum og verða þar með í boði margvíslegar leiðir til að rýna rekstrargögn og veita yfirsýn yfir reksturinn.
Uppsetningin á Wise Analyzer er einföld og sérlega fljótlegt að tileinka sér notkun kerfisins.


Wise Analyzer
Í stuttu máli
Tengjumst
Við skoðum þetta saman