Skip to main content

Wise Retail

Wise Retail verslunar- og veitingahúsalausnir henta öllum stærðum og gerðum verslana og veitingahúsa. Verslunarlausnin er notendavænt afgreiðslu- og kassakerfi með hnappaborði á snertiskjá og öflugu bakvinnslukerfi. Hægt er að setja upp afgreiðslukassa á mismunandi vélbúnað t.d. spjaldtölvur eða snjallsíma. Á hnappaborði lausnarinnar er að finna sölur, kvittanir, vöruskil og afslætti. Veitingahúsalausnin er sérsniðin lausn fyrir veitingahús með sérstökum valmyndum fyrir stjórendur, sveigjanlegum stjórnunaraðgerðum og valmyndum til að hámarka skilvirkni starfseminnar. Einfalt notendaviðmót og hraðvirkni kerfisins eru lykilatriði fyrir þessa gerð af rekstri.

Wise Retail

Í stuttu máli

  • Einfalt og auðvelt notendaviðmót sem hægt er að sérsníða
  • Hentar öllum stærðum fyrirtækja
  • Öflug bakvinnsla
  • Allt pöntunarferlið í heild sinni á einum stað
  • Tenging við bókunarkerfi á netinu
  • Aðgangsstýring
  • Tilboðs- og afsláttarkerfi
  • Tenging við viðskipta- og bókhaldskerfi
  • Samþætting við önnur kerfi
  • Tekur áfram á móti viðskiptum ef tenging dettur út

Wise Retail

Eiginleikar kerfisins

Tengjumst

Við skoðum þetta saman

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu til okkar?
Endilega sendu okkur línu og við leysum málið.

Við notum vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur á vefsvæðum Wise, wise.is, til að bæta þjónustu Wise og fl.