Vinnsluframlegðargreining er keyrð á framleiðslulotur, eða hóp lota, og yfirlitsskýrslur prentaðar sem sýna upplýsingar um áætlaða framlegð, raun framlegð og mismuninn þar á milli. Staðlaðar tengingar eru fyrir hendi fyrir rafræn samskipti við ytri framleiðslukerfi og tæki.
Framleiðsla
Framleiðslukerfi WiseFish tryggir yfirsýn í rauntíma og nákvæman loturekjanleika á flæði hráefnis yfir mörg vinnslustig til fullunninnar afurðar. Hægt er að skilgreina margar mælieiningar fyrir sömu vöru, og skrá eftir aðstæðum staðlaða eða breytilega kassaþyngd á framleiddar einingar. Framleiðsluáætlanir eru gerðar fyrir mismunandi vinnslulínur og pantanir myndaðar út frá magni hráefnis. Ef uppskrift er skilgreind fyrir framleiðsluafurð á sér stað sjálfvirk bókun umbúða og íhlutanotkunar.


Framleiðsla
Í stuttu máli
Tengjumst
Við skoðum þetta saman