Viðskiptagreind
Sérlausnir Wise á sviði viðskiptagreindar veita fjölbreytta sýn til að skoða og greina lykilupplýsingar sem og koma þeim frá sér á skiljanlegan máta. Veitir þér skýrari sýn yfir rekstrargögnin þín.
Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana.
Viðskiptagreind Wise er sérhannað umhverfi fyrir úrvinnslu gagna úr Dynamics 365 Business Central sem og tengdum kerfum og miðlun verðmætra upplýsinga. Hugbúnaðurinn vinnur jafnt á raungögnum sem og OLAP teningum (Business Intelligence) með vöruhús gagna sem millilag og bjóða þar með upp á margvíslegar leiðir til að rýna rekstrargögn og veita yfirsýn yfir reksturinn. Uppsetningin er einföld og fljótlegt er að tileinka sér kerfið. Sjá nánar á www.wiseanalyzer.com
Wise Analyzer greiningartól gefur fjölbreytta sýn á upplýsingar úr fjárhag, viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi, birgðum og verkbókhaldi. Notandinn getur auðveldlega breytt sinni sýn, vistað og veitt öðrum aðgang. Ekki er lengur þörf á að skrifa út skýrslur, heldur getur notandinn nálgast upplýsingarnar á aðgengilegan hátt þegar hentar.
Wise skýrslur gera notendum kleift að gerast áskrifendur eða taka út skýrslur með lykiltölum rekstrar s.s. varðandi fjárhag, rekstur, viðskiptatengsl eða mannauð.
Upplýsingar eru uppfærðar hvort sem er í rauntíma eða á ákveðnum tímapunkti og komið áleiðis til notenda með þeim hætti sem hentar hverju sinni.
Power BI Desktop setur greiningarnar þínar fram sjónrænt. Með lausninni getur viðskiptavinur búið til gagnvirka túlkun á gögnum og skýrslum.
Tengdu, sláðu saman, gerðu líkan og sýndu gögnin þín á þægilegan og einfaldan máta. Settu fram myndefnið nákvæmlega eins og þú vilt hafa það! Greindu, kannaðu gögn og deildu efninu með teyminu þínu með því að birta þau í Power BI vefþjónustunni.
Wise BI teninga er hægt að skoða með Wise Analyzer út frá mismunandi sjónarhornum. Hægt er að velja á milli s.s. fjárhags-, birgða-, sölu- og verkteninga.
Auk sérlausna á sviði viðskiptagreindar eru ýmsar lausnir sem hentar vel að tengja við t.d.:
- Starfsmannakerfi
- Launakerfi (launagreining)
- Sveitarstjóri
- Flutningakerfi
- Sérfræðiverkbókhald
- WiseFish
Einhverjar spurningar?
reykjavík
akureyri
Skiptiborð
almennar fyrirspurnir
mán - fös
Skoðum þetta saman
reykjavík
Ofanleiti 2,
5. hæð
akureyri
Hafnarstræti 93-95,
4. hæð