Lausnir

Verslunarlausnir

Centara verslunarlausnin er sérstaklega hönnuð til að hægt sé að veita skjóta og góða þjónustu með notkun snjalltækja. Notendavænt afgreiðslu- og kassakerfi með öflugu bakvinnslukerfi.

Örskýring
Hvað er Centara

Centara verslunarlausn er notendavænt afgreiðslu- og kassakerfi með hnappaborði á snertiskjá og öflugu bakvinnslukerfi. Hægt er að framkvæma sölur á hraðvirkan máta með því að skanna inn vöruna eða skrá hana handvirkt inn. Hægt er að setja upp afgreiðslukassa á mismunandi vélbúnað t.d. spjaldtölvur eða snjallsíma.

Vörur og þjónusta

Á hnappaborði Centara er að finna sölur, kvittanir, vöruskil, afslætti s.s. línuafslætti, krónu- og prósentuafslætti.

Tilboðskerfi Centara býður upp á ótal mismunandi möguleika í tilboðum og afsláttum. Sem dæmi má nefna; 2 fyrir 1 tilboð, sértilboð, pakkatilboð, afslátt á afslátt eða tímasett afsláttartilboð sem byrja og enda á fyrirfram ákveðnum tíma t.d. „Happy hour“.

Tengd kerfi

Viðskiptavinir gera ráð fyrir að geta valið um að versla í verslun eða á netinu. Centara er hannað til að tengjast öðrum kerfum með einföldum hætti. Þar er hægt að bjóða upp á sama vöruúrval og verð. Með Verslunarlausn Wise getur þú fengið sömu þjónustu á vef og í verslun.


Hafa samband

Einhverjar spurningar?

reykjavík

Borgartún 26, 4. hæð

akureyri

Hafnarstræti 93-95, 4. hæð

Skiptiborð

545 3200

almennar fyrirspurnir

wise@wise.is

mán - fös

9:00 - 17:00
is_ISIcelandic
en_USEnglish is_ISIcelandic
Search
Generic filters